Sarah Palin

Ég hef verið að velta fyrir mér vali Republikana á varaforsetaefni, henni Söruh Palin. Vissulega skelegg og velútlítandi kona, þar að auki góður árgangur þar sem hún er víst jafnaldra mín.

En hjálp, gildin sem hún stendur fyrir.

  • Algert bann við fóstureyðingum.
  • Ævilangur félagi í félagsskap byssueigenda (við erum ekki að tala um að leyfa rifflaeign fyrir gæsaskytterí, það er heldur annar tilgangur með byssueign sem þessi félagsskapur miðar að).
  • Gegn réttindum samkynhneigðra.
  • Vill láta kenna "sköpunarfræði" í grunnskólum.

Það er ekki síst þetta með sköpunarfræðin sem mig sundlar yfir því með því tel ég markvisst unnið að fáfræði almennings og gegn vísindalegum framförum, sérstaklega í læknisfræði. Á hvaða þekkingarstigi er fólk sem vill að þetta sé kennt sem "vísindi"?

Ég vaknaði snemma í morgun og villtist í netráfi mínu inn á ræðuna hennar á flokksþingi Republikana í gærkvöld. Jú vissulega vel flutt ræða. En er nóg að vera góður ræðumaður til að verðskulda það að verða varaforseti Bandaríkjanna?

Ég held það þurfi heldur betur að skoða innihaldið og fyrir hvað blessuð konan stendur.

Því miður höfum við hér á klakanum ekki kosningarétt þarna úti og verðum að treysta á dómgreind kanans, hm..............


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Er hún í alvöru jafnaldra okkar ?    Mér finnst hún vera 10 árum eldri.    En auðvitað skiptir útlitið minnstu..... það er innihaldið.  Og miðað við gildin, þá virkar hún öfgakennd. 

Anna Einarsdóttir, 4.9.2008 kl. 22:28

2 identicon

Ég hef einmitt verið að velta þessu fyrir mér. Finnst eitthvað svo skrýtið við þessi gildi hennar, sérstaklega fóstureyðingarnar. Finnst þau eiginlega óhugnanleg.

PS: Snilld að nota READER-inn

Bylgja (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 08:40

3 Smámynd: Ragnheiður

Mér líst ómögulega á það sem þessi kona stendur fyrir, gjörsamlega vonlaust fyrir mig að reyna að styðja hana. Það vill til að ég þarf ekki að láta ljós mitt skína í þessum kosningum. Ég myndi kjósa Obama blindandi !

Ragnheiður , 6.9.2008 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband