Í tengslum við náttúruna

Fyrir um 20 árum heyrði ég eftirfarandi sögu frá Vestmannaeyjum:

Bandarísk kona kom til Eyja sem ferðamaður. Hún fór í skoðunarferð og skoðaði fuglabjargið. Hún undraðist allan fuglafjöldann og varð að orði: "Hvernig farið þið eiginlega að því að gefa öllum þessum fuglum að borða?"

Mér fannst þessi saga óborganlega fyndin og bera vott um hversu Kaninn væri kominn langt frá náttúrulegu umhverfi sínu. Það var nú eitthvað annað með okkur Íslendingana, allir í miklum tengslum við náttúruna.

Af hverju dettur mér þessi saga í hug í dag?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Já skondið og við erum að líkjast kananum æ meira.Ísbjarnamálin sýna það glöggt....

Ég hef velt því fyrir mér fyrir hverjum var verið að sýnast í þessum bjarnarblús.

Solla Guðjóns, 18.6.2008 kl. 10:06

2 Smámynd: Kolgrima

Góður

Kolgrima, 19.6.2008 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband