2.6.2008 | 22:58
Menntun stjórnmálamanna
Það er einkennilegt að Staksteinar Morgunblaðsins skuli helst finna það Samfylkingunni til hnjóðs að henni stjórni menntað fólk. Er þetta það versta sem Staksteinar gátu sagt um Samfylkinguna í grein sem lýsir af hræðslu Sjálfstæðisflokksins við að verða ekki alltaf stærstir?
Tap fyrir menntuðu fólki.
Er það kostur ef stjórnmálamenn eru ómenntaðir? Munum að menntun og prófgráður fara ekki alltaf saman.
Það skyldi þó ekki vera að þjóðin sé orðin of menntuð fyrir sjálfstæðisflokkinn, farin að sjá í gegnum bláu slykjuna og hugsa sjálfstætt.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvað með menntun forystumanna Sjálfstæðisflokksins? Davíð, Þorgerður Katrín og fleiri eru lögfræðingar, Geir er hagfræðingur og sjálfsagt eru ansi margir forkólfar þar innanflokks með viðlíka menntun og þau.
Er verra fyrir einn flokk en annan að hafa menntafólk í forystu? Ég skil ekki svona málflutning.
Lára Hanna Einarsdóttir, 2.6.2008 kl. 23:02
Okkur vantar fleira menntað fólk í pólitískar áhrifastöður.
Margir pólitískir gapuxar eru langskólagengnir en skortir menntun.
Einn best menntaði stjórnmálamaður sem ég man eftir heitir Vilhjálmur Hjálmarsson og var í senn bóndi og menntamálaráðhera. Honum farnaðist allt vel sem honum var trúað fyrir.
Situr nú í hárri elli á föðurleifð sinni austur þar. Sómakær drengskaparmaður, en það er forsenda þess að skila farsælu verki fyrir samfélagið.
Vilhjálmur er ekki langskólagenginn en býr að góðum gáfum og fordómalausri sýn á samfélag og umhverfi.
Menn ættu að umgangast orðið menntun með varkárni og virðingu.
Árni Gunnarsson, 2.6.2008 kl. 23:23
Þvílíkur hroki í höfundi staksteina..."menntuð elíta".
Hvað hefur forysta sjálfstæðisflokksins verið annað en elíta í gegnum tíðina?
Alveg sammála að menntun fæst ekki nær alltaf með prógráðunum sem fólk nær. Mörg dæmi um neikvæða fylgni þar á milli.
Bylgja (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 12:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.