Afi og amma

afiogamma

Rætur okkar liggja hjá forfeðrunum, það er okkur hollt að minnast þeirra með reglubundnum hætti, minnast kjara þeirra og aðbúnaðar sem var slíkur að okkur er ómögulegt að skilja eða skynja með hvaða hætti þau náðu að koma fjölda barna upp. Lífið var daglegt amstur og frítími var hugtak sem þeim var ókunnugt.

Ég man að amma minntist þess að hafa farið frá Hjarðarfelli þar sem hún þá bjó, í reiðtúr inn á fjall, þannig að hún sá yfir á láglendið að norðanverðu Snæfellsnesi. Það var í hennar huga mikið ferðalag, mikil tilbreyting í lífi þess tíma.

Myndin hér að ofan er af afa mínum Alexander Guðbjartssyni og ömmu minni Kristjönu Bjarnadóttur. Þessi mynd er líklega tekin árið 1938 eða 1939. Þau áttu þá þegar 4 börn, 5 voru ófædd.

Í sumar munu afkomendur þeirra hittast og minnast þeirra. Þau og þeirra kynslóð lagði grunninn að því velferðarkerfi sem við lifum við í dag. Þau skildu nauðsyn þess að leggja fyrir þegar vel áraði til að lifa af þegar harðnaði á dalnum. Þau skildu líka nauðsyn samfélagslegrar samhjálpar.

Það er langt síðan það var hart í ári hjá okkur, einhvers staðar á leiðinni höfum við glatað þessum skilningi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Æðisleg mynd...!

Ragnheiður , 22.5.2008 kl. 22:10

2 identicon

Mikið er þetta falleg mynd Kristjana og hollur pistill.

Ásdís (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 10:16

3 identicon

Yndisleg mynd af afa þínum og ömmu.  Mér sýnist þau standa fyrir ofan hlaðið í Hvammi með Kastið í bakgrunni.  Ég fékk heimþrá :(

Þorbjörg (IP-tala skráð) 23.5.2008 kl. 11:03

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Frábær pistill eins og venjulega, mjög þarft umhugsunarefni, kærar þakkir! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 23.5.2008 kl. 12:21

5 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Takk fyrir,

þessi mynd er eiginlega í svolitlu uppáhaldi hjá mér, orginalinn er í albúmi ömmusystur, fékk að skanna hana fyrir nokkrum árum. Flestar myndir frá þessum tíma eru af fólki í sparifötum, þarna eru þau svo eðlileg.

Kristjana Bjarnadóttir, 23.5.2008 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband