Þýsk nákvæmni

Ég var í nokkur sumur leiðsögumaður með þýska túrista. Í Varmahlið í Skagafirði var í einhverri ferðinni áð og ég sagði sköruglega í míkrófóninn: "Hér stoppum við í 15-20 mínútur".

Til mín kom einn Þjóðverjinn og spurði ósköp kurteislega: "Hvort meintirðu 15 eða 20 mínútur?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þjóðverjar eru alveg spes.  Það er stundum eins og heraginn sé innbyggður í þá.

Anna Einarsdóttir, 27.2.2008 kl. 23:22

2 Smámynd: Þórunn Ella Hauksdóttir

Þjóðverjar eru yndislegir en stundum pirrandi. Ég hef þjónað 2 gömlum þýskum köllum og þeir voru alveg met. Gátu aldrei talað við mig eða húsfreyjuna á heimilinu. Ef að húsbóndinn var ekki heima var allt ómögulegt (vann í ferðaþjónustu) og þeir tóku aldrei mark á konunum.

Þórunn Ella Hauksdóttir, 28.2.2008 kl. 02:38

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Góður!! best að hafa hlutina 100% á hreinu

Solla Guðjóns, 29.2.2008 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband