4.2.2008 | 21:53
Búálfar
Ég trúi á búálfa. Stundum finn ég ekki hluti sem ég veit nákvæmlega hvar ég lagði frá mér, það er eins og jörðin hafi gleypt þá. Svo nokkrum vikum eða mánuðum síðar liggja þeir einhversstaðar á glámbekk. Ég vara mig á því að leita of vel að þessum hlutum því þá geta búálfarnir ekki skilað þeim aftur.
Í sumar týndi ég buxum, hljómar kannski ekki vel en þetta er bara svona. Þetta voru brúnar kvartbuxur. Ég man seinast að ég var í þeim þegar ég heimsótti Signý frænku mína í Svíþjóð. Man að ég kom heim í gallabuxum. Nokkrum dögum síðar fann ég þær ekki, leitaði í öllum skápum og skúffum heima hjá mér. Þvottahúsið og óhreina tauið skannað vandlega. Ég spurðist meira að segja fyrir í öðrum húsum (hm, hvað kom til að ég var buxnalaust þar?). Buxurnar fundust hvergi, Signý kannaðist ekkert við þær heldur.
Ég fór í gegnum skápinn minn aftur í vetur, allar buxurnar og skoðaði hvort ég gæti grisjað bunkann. Var allan tímann með í huganum hvar brúnu kvartbuxurnar væru.
Í seinustu viku voru brúnu kvartbuxurnar mínar ofarlega í buxnabunkanum.
Hvar voru þær alla þessa mánuði? Það fæ ég aldrei að vita.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
Jú segjum tvær. Í sumar týndi ég veski við Skógafoss. Ég varð auðvitað alveg snar út í mig. Nokkrum dögum seinna fékk ég sms um að finnandi veskisins væri í tilteknu símanr. það reyndist vera at í þeim sem átti þetta símanr. Svo núna um daginn setti ég baðsloppinn minn í þvott, hvað haldið þið að hafi verið í vasanum á honum VESKIÐ mitt!!!!!
Erna Bjarnadóttir, 5.2.2008 kl. 10:13
Himinlifandi ad buxurnar fundust!! Eg var ekkert svo viss ad bualfarnir minir hefdu ekki hirt thaer.. Best er ad tyna simanum, alltaf haegt ad hringja i hann.. vantar bara simanumer til lyklakippunnar og nu tommustokksins... (heitir thad tommustokkur a isl?) La tommustokkurinn minn nokkud i vasanum a buxunum thinum??? skil ekki hvar eg hef lagt hann...
Signy (IP-tala skráð) 5.2.2008 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.