Ásdís með myndlistasýningu

Vinkona mín Ásdís Arnardóttir frá Brekkubæ er útskrifuð frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk prófi frá málunardeild árið 1999. Nú seinustu ár hefur Ásdís helgað sig listinni. Afraksturinn ætlar hún að sýna á Bókasafni Háskólans á Akureyri og opnar sýningin 2. febrúar kl 15.00. Sjá nánar hér.

Við þessa frétt varð mér hugsað til gamalla tíma, teiknitíma í Laugagerðisskóla.

Matti kom með skókassa í teiknitímanna, jólakort seinustu ára til fjölskyldunnar voru í skókassanum.

Elsku Matti, Fjóla og börn, Gleðileg jól, farsælt komandi ár o.s.frv.

Þökkum liðið ár Stína, Siggi og börn

Við skemmtum okkur hið besta við jólakortalesturinn og urðum mikils vísari um vini og fjölskyldu teiknikennarans. Myndirnar á kortunum voru hefðbundnar: hús úti í skógi og snjór yfir öllu eða nokkrir galvaskir jólasveinar. Upplegg kennslustundarinnar var að láta nemendurna teikna eftir myndunum á jólakortunum. Mjög voru listaverkin misjöfn og áhugi nemendanna og ástundun var einnig á ýmsum stigum, sumir skemmtu sér meira við jólakortalesturinn en teikninguna. Inn á milli leyndust þó snillingar sem drógu upp myndir sem gáfu fyrirmyndunum ekkert eftir.

Ásdís var ein af þeim sem skaraði fram úr strax á þessum árum. Hennar myndir báru af. Nú hefur hún fært þessa myndlist yfir á nýtt svið. Í stað jólakortanna notar hún gamlar myndir úr fjölskyldualbúminu sem teknar voru á Kodak Instamatic myndavél af einfaldri gerð. Í stað crayola litanna í gamla daga notar Ásdís vatnsliti og mjög þunnan pappír sem ég kann ekki skil á en mikil vinna liggur í hverju verki sem eru mörg stór og glæsileg.

Ásdís, til hamingju með sýninguna, það er ljóst að við hinar eigum erindi til Akureyrar. Akureyringa hvet ég til að gera sér ferð á Bókasafn Háskólans og skoða sýninguna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Til hamingju Ásdís og gaman að sjá mynd af þér....... hef ekki séð þig, tja... ...var það í Laugargerðisskóla sem við sáumst síðast ?  Allavega hefði ég ekki þekkt þig á götu.  Þú ert alltaf jafn myndarleg. 

Takk Kristjana. 

Anna Einarsdóttir, 29.1.2008 kl. 21:18

2 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Til hamingju með sýninguna Ásdís og takk fyrir skemmtileg skrif Kristjana.  Verst að komast ekki norður á sýninguna sem virðist lofa góðu.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 31.1.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband