Gróu þeir hitta og sögur út bera

Þessi síða heitir "Efst í huga", því skyldi ég þá skrifa um annað en það sem er mér efst í huga? Kannski eru einhverjir búnir að fá nóg af umfjöllun um borgarstjórnarskiptin í Reykjavík, ekki ég. Samt bý ég ekki í Reykjavík. Málið er að þetta snertir okkur öll.

Af hverju?

Jú, því stjórnmálaumræðan nú seinustu viku hefur verið dregin sífellt lengra niður í svaðið. Umræðan látin snúast um aukaatriði, sögum stráð. Kjósendur allra flokka eiga betra skilið, stjórnmálamenn allra flokka eiga betra skilið.

Þegar ég lamdi saman vísukorn um seinustu helgi og birti hér hélt ég að ég væri að ganga fulllangt með því að halda því fram að Sjálfstæðismenn dreifðu vísvitandi Gróusögum. Þetta passaði inn í rímið og stuðlana og mér fannst þetta fyndið. Ekki hvarflaði að mér að ég hefði svona rétt fyrir mér.

A.m.k. fimm bloggarar (mismunandi mikið tengdir Sjálfstæðisflokknum) hafa haldið því fram að mótmælin í Ráðhúsinu hafi verið beint vísvitandi gegn heilsu Ólafs F. Magnússonar. Anna Karen birti á bloggsíðu sinni um helgina ágætisúttekt um þetta, ef einhver efast um mín orð. Vil ég nefna að meðal þeirra sem hún vitnar í er einn ráðherra Sjálfsæðisflokksins sem blákalt heldur þessu fram.

Morgunblaðið hefur einnig farið hamförum bæði í Staksteinum og leiðara og vænt vinstri menn um að dreifa sögum um veikindi Ólafs. Ef við hugsum okkur aðeins um þá verður okkur skyndilega ljóst að það eru þeir sjálfir sem eru iðnastir við veikindaumræðuna. Ekki hefur þeim tekist að geta heimilda þegar þeir fullyrða að vinstrimenn hamri á þessari umræðu, því flokkast þessar sögur þeirra undir Gróusögur.

Finnur nokkur Vilhjálmsson fjallaði á bloggsíðu sinni í dag um fyrirbæri sem hann kallar "strámann". Það fyrirbæri gengur út á að strá sögum um aukaatriði til að dreifa athyglinni frá slæmum málstað. Þetta er gert með markvissum hætti þessa dagana og eins og Finnur segir:

Því verður loks að halda til haga að enginn hefur talað fjálglegar eða velt sér meira upp úr veikindum Ólafs F. Magnússonar en ritstjóri Morgunblaðsins og hans lagsbræður. Enginn hefur nýtt sér veikindi Ólafs í pólitískum tilgangi nema einmitt þeir sjálfir.

Mikil er ábyrgð borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins að draga flokkinn út í þetta kviksyndi. Enn meiri er ábyrgð spunameistara flokksins að draga umræðuna á þetta lága plan og kenna öðrum um að láta umræðuna snúast um þessi atriði sem þeir sjálfir hamra á.

Höldum vöku okkar og áttum okkur á hvaðan þessi umræða er komin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Veistu það, Kristjana... þetta er einmitt það sem ég hef verið að velta fyrir mér. Og miðað við ásókn Sjálfstæðismanna í völdin í borginni er eitthvað mikið þar á bakvið. Þeir eru að fela eitthvað með því að draga athygli fólks að einhverju allt öðru.

Spurningin er bara: Hvað er á bakvið þetta? Hvað eru þeir að bralla?

Lára Hanna Einarsdóttir, 28.1.2008 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband