Málefni liðinnar viku

Í liðinni viku hefur mikið verið fjallað um skipan dómara norðan heiða. Margar spurningar hafa vaknað, hvaða reynsla og mannkostir er vert að telja til þegar meta skal hæfni í svona embætti, er verið að veita svona embætti vegna ættartengsla eða kannski þrátt fyrir ættartengsl? Eiga menn að gjalda föður síns? 

Dómara verður að velja
vandi það mikill er.
Mannkosti mikla skal telja
meta sem vera ber.

Til vara í nefnd hefur verið
vonað og kallinu beðið.
Í Ljóðanefnd lesa skal kverið.
Lofa skal nýkrýnda peðið.

Ættar skal ei sinnar gjalda
ekki má hindra hans frama.
Til þjóðar kveðjuna kalda
ég kalla og er ekki sama. 

Gengi hlutabréfa á mörkuðum hríðféll. Þeir sem áttu ekkert prísa sig sæla, þetta skiptir okkur engu máli, þvílík lukka. Þeir sem héldu að þeir væru ríkir í gær eiga bara skuldir í dag, þeir sem vissu að þeir væru ríkir í gær eru það enn í dag, þeir kunna að passa sitt.

Á fallanda fæti er gengið
fátækir horfa það á.
Hagnað sinn hafa fengið
hákarlar því skal ég spá.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erna Bjarnadóttir

ja þú hefur aldeilis verið að... meðan ég þóttist auðga andann með því að fara í Kolaportið og spjalla Megasi í einhverri bókasjoppu ert þú að kveða rímur.... sei sei

Erna Bjarnadóttir, 12.1.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband