10.1.2008 | 22:31
Hugleiðing um feminisma og litríkt pasta
Í tilefni af pastasögunni hér á undan vek ég athygli á því hversu fyndið okkur mæðgum þótti þetta umrædda pasta. Karlpeningurinn í fjölskyldunni var alveg laus við að finnast þetta sniðugt.
Hvað hefðum við sagt ef umrætt pasta hefði verið eftirlíking af líffæri kvenna?
Í ítölsku kjörbúðinni var slíkt pasta ófáanlegt (ég leitaði!).
Hverjum hefði þótt það sniðugt?
Ég sé fyrir mér vandlætingu feminista og upphrópanir um hversu ósmekklegt það væri.
Finnst karlmönnum þetta pasta ósmekklegt? Eða bara ekkert fyndið?
Í hverju felst þessi munur á afstöðu okkar til litríks pasta?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Ferðalög, Vinir og fjölskylda | Facebook
Athugasemdir
hæ, humm.. mér datt ekkert svona í hug en hvernig setur maður inn svona myndir, Stúfur virðist allavega sérstaklega spéhræddur miðað við hve snarlega hann berst á móti tilraunum mínum til að koma honum á mogga bloggið.
Erna Bjarnadóttir, 11.1.2008 kl. 08:44
Erna mín, auðvitað datt þér ekkert "svona" í hug, enda ekkert "svona" á þínu heimili.
Kristjana Bjarnadóttir, 11.1.2008 kl. 12:46
Þetta er bara fyndið pasta, skil ekki að strákunum hafi ekki fundist svo. Ekkert heldur að því að gera pasta sem hefur kynferðislega skýrskotun til kvenna. Hvernig bragðaðist pastað annars Kristjana?
Guðmundur Auðunsson, 11.1.2008 kl. 14:52
Takk Mummi fyrir innleggið. Pastað var nefnilega ekki borðað um áramótin þar sem drengjunum þótti það ekki girnilegur áramótamatur. Það var flutt heim og bíður í eldhússkápnum og því veit ég ekki hvernig það bragðast. Líklega mun Rán bjóða nokkrum 15 ára dömum í pastapartý. Það verður örugglega stuð í því .
Eftir stendur samt spurningin: Hvað finnst konum um pasta sem væri eftirlíking af líffæri kvenna? Er mögulegt að það fengist selt í stórmörkuðum?
Kristjana Bjarnadóttir, 11.1.2008 kl. 15:58
Góð hugmynd að gefa Rán þetta fyrir stelpnapartý! Mundu að segja henni að pastað má ekki vera of lynt, á að vera frekar hart upp á ítalskan máta (sko, ég meina ekki ofsoðið!)
Guðmundur Auðunsson, 11.1.2008 kl. 16:25
Þetta er ekkert réttlæti! Ég heimta pasta sem er eins og brjóst kvenna í laginu í það minnsta, fyrst þetta pasta sem þú talar um er framleitt
Hvað með hrútspungana þá?
Margrét St Hafsteinsdóttir, 11.1.2008 kl. 22:15
Það er merkingalegur munur sem þarna greinir á milli.
Bylgja (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.