17.12.2007 | 18:07
Hvað skyldu nunnurnar í Strassburg segja?
Ég vísa í sögur mínar um jólin í Strassburg 1984 í færslum mínum hér á undan. Fyrir þá sem ekki nenna að lesa þær þá eyddi ég þessum jólum með fjölskyldu franskrar vinkonu minnar og nokkrum nunnum í Strassburg. Í stuttu máli þá fór það jólahald þannig fram að nunnurnar skáluðu vel og urðu vel hífaðar. Fannst skrítið að íslensk jól væru "grafalvarleg". Jesú Kristur var að fæðast og því skyldi sko skemmta sér!
Skemmtanahald óheimilt á jóladag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, þetta hélt ég líka hér áður fyrr en nunnurnar voru greinilega á öðru máli.
Annars upplifði ég þessa skál nunnanna ekki sem fyllirí eins og sést iðulega hjá Íslendingum. Ef þú lest færslurnar þá sérðu það. Þær voru bara innilega hamingjusamar og fögnuðu vel.
Ég held að glens og grín eigi sannarlega við þegar fæðingu frelsara er fagnað, var annars eitthvað sorglegt við þessa fæðingu?
Kristjana Bjarnadóttir, 17.12.2007 kl. 20:05
Blessuð Kristjana.
Ég hafði mjög gaman af að lesa um þessi jól þín í Strassbourg. Ég var au-pair í Englandi veturinn eftir stúdentspróf og upplifði jólin þar. Mjög ólík íslenskum jólum, en gaman að minningunum.
Sendi þér og þínum mínar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Kveðjur að austan, þín frænka Þorbjörg.
Þorbjörg (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 09:08
var það ekki Jesú sem breytti vatni í vín??
bylgja (IP-tala skráð) 18.12.2007 kl. 12:04
Þetta hefur örugglega verið bráðgaman og ég væri bara alveg til í að hafa jólin í þessum dúr. Og að glens og grín eigi ekki við hehe.... borðalagðir rauðklæddir fullorðinir kallar að ærslast - ja hvað á það skylt við fæðingu frelsarans - líklega á vínið meira við ef út í það er farið. En sennilega kemur þaðan þetta "kröss" sem ég er með fyrir einkennisklæddum karlmönnum
Erna Bjarnadóttir, 18.12.2007 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.