Efst í huga

Yfirskrift þessarar bloggsíðu er "Efst í huga". Í dag ætla ég að vera sjálfri mér samkvæm og skrifa um það sem varla hefur vikið úr huga mér í allan dag. Það er Gillí frænka mín sem er hér til hliðar á bloggvinalistanum. Hún hefur í u.þ.b. ár glímt hetjulegri glímu við krabbamein. Í þeirri baráttu hefur ekki verið skipt jafnt í lið en eigi að síður hefur hún af miklum kjarki og æðruleysi haldið úti bloggsíðu og leyft okkur hinum að fylgjast með sér.

Skrif hennar hafa mjög sterklega minnt mig á hvað lífið, heilsan og samvera með okkar nánustu er okkur dýrmæt. Hversu mikilvægt er að njóta stundarinnar. Við lestur skrifa hennar átta ég mig betur á hver eru hin raunverulegu vandamál í lífinu, einnig hvað það er sem skiptir okkur máli.

Ég hef staldrað við og velt fyrir mér hvernig lífi ég hef lifað, er ég sátt? Er eitthvað sem mig hefur langað til en ekki framkvæmt? Er þá ekki rétt að gera eitthvað í því? Ekki bíða, ekki gera ekki neitt.

Nú þegar fregnir berast af harðri baráttu Gillíar leitar hugurinn til sona hennar, Kára og Ásgeirs og einnig til Palla. Ég hugsa til samverustunda fjölskyldna okkar þegar við vorum börn, systkinin voru þau börn sem ég helst hafði samskipti við áður en ég byrjaði í skóla. Ég hugsa til Gerðu og Ella, Halldórs, Rósu og Egils. Við vonum og biðjum að Gillí öðlist enn á ný kraft til að njóta samvista með sínum nánustu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Gillí er alveg mögnuð kona, stórmerkileg. Mér er svipað farið og þér, hún vekur mann til umhugsunar. Ég tek heilshugar undir síðasta hluta færslunnar þinnar.

Ragnheiður , 31.10.2007 kl. 23:08

2 identicon

Takk fyrir skrifin Kristjana, kíki við og við inn á síðuna þína og hef gaman af.

Já hugurinn leitar oft til Gillíar og hennar nánustu þessa dagana, sendi þeim mínar bestu kveðjur í baráttunni. Góð heilsa er gulls ígildi og oft ekki sjálfgefin. Svona dugnaður og umburðalyndi sem  Gillí hefur sýnt í gegnum sín veikindi er aðdáunarvert og á að sjálfsögðu að vera okkur hinum til eftirbreytni í dagsins önn.

Kv.
Villa

Vilborg (IP-tala skráð) 1.11.2007 kl. 13:39

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Falleg færsla.

Anna Einarsdóttir, 1.11.2007 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband