20.12.2007 | 22:37
Fáránleiki í fréttatíma
Ríkissjónvarpið á það til að tapa sér algerlega í spennufréttum. Fréttamaður er gerður út af örkinni vegna einhverra atburða sem verið er að fjalla um, stillt upp fyrir utan höfuðstöðvar stofnunar eða samtaka sem tengjast fréttinni. Jafnvel í myrkri og vondu veðri. Tæknilið og fréttamaður látið bíða eftir réttu stundinni.
Í miðjum fréttatíma er lesinn inngangur að fréttinni, síðan er skipt yfir á niðurrigndan fréttamann utan við myrkvað hús, bein útsending. Augljóslega er ekkert að gerast en fréttamaðurinn fer yfir aðalatriði fréttarinnar.
Í kvöldfréttum sjónvarps í kvöld var ein svona sena. Landspítalinn þarf að draga saman seglin, engar nýráðningar á næsta ári en reyna á að komast hjá uppsögnum. Fréttamaður stendur fyrir utan myrkvaða byggingu Landspítalans og lýsir fjárhagsvanda spítalans. Hvað var að gerast á fimmtudagskvöldi 20. desember sem kallaði á beina útsendingu? Frétt um að ekki stæði til að segja upp starfsfólki um næstu mánaðamót?
Hvað var að gerast úti í myrkrinu sem gerði beina útsendingu nauðsynlega? Ekki einu sinni rætt við nokkurn enda allir sem tengdust fréttinni farnir heim að horfa á fréttirnar.
Ég óska eftir því að skattpeningum mínum sé varið í eitthvað annað en að borga fréttamönnum og tækniliði yfirvinnu fyrir að standa úti í myrkri og segja mér að mér verði ekki sagt upp um næstu mánaðamót.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála þér.
mín kæra.
Solla Guðjóns, 21.12.2007 kl. 13:59
Já það þarf að fara í einhverja tiltekt á þessum bæ
Erna Bjarnadóttir, 21.12.2007 kl. 14:07
Jólaknús og jólakveðjur til þín
Margrét St Hafsteinsdóttir, 22.12.2007 kl. 20:00
Biðst afsökunar á auglýsingunni sem fylgdi kveðjunni minni, en hún elti karlana En varðandi pistilinn þinn, þá er ég þér algjörlega sammála. Gleðilegt ár
Margrét St Hafsteinsdóttir, 28.12.2007 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.