29.10.2007 | 20:13
Skautaveturinn mikli
Žaš voru langvarandi frost. Hver pollur og smįtjörn var frosinn. Žaš var enginn mašur meš mönnum nema aš eiga skauta. Hvert tękifęri var notaš, hverjar frķmķnśtur til aš fara śt į pollinn rétt utan viš giršinguna og viš skautušum eins og viš ęttum lķfiš aš leysa.
Svo kom žķša, rigningarkafli. Klaki losnaši į Nśpįnni og flaut fram, klakastķfla myndašist nišri viš Kolvišarnes. Stórt lón varš til. Aftur kom kuldakafli og lóniš fraus. Žetta voru draumaašstęšur til iškunar skautaķžrótta. Nś var skautaš sem aldrei fyrr. Flóinn var allur eitt svell og Nśpįin sjįlf breyttist ķ breišstręti. Tunglsljósiš speglašist ķ svellinu og kvöldin voru björt. Fjarlęgšaskyn okkar varš annaš, viš brunušum į skautunum eftir Nśpįnni nišur aš Kolvišarnesi į engum tķma.
Viš fórum ķ eltingaleik og eitur ķ flösku. Okkur fannst viš eiga heiminn og geta skautaš į heimsenda.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Gamlar sögur | Facebook
Athugasemdir
Ójį įtti svona skauta kafla ķ ęsku...žaš var yndislegt lķf.
Solla Gušjóns, 30.10.2007 kl. 10:35
Manstu žegar ég tapaši hįlfu andlitinu ? Strįkarnir voru aš veiša okkur ķ trefla.... langir treflar sem žeir héldu į milli sķn. Žeir veiddu mig og Herdķsi, ég datt og hśn datt og rak skautann ķ andlitiš į mér.... og flakaši mig.
Ég var send ķ Stykkishólm og kom svo til baka meš grisju į hįlfu andlitinu... ógurlega smart.
Anna Einarsdóttir, 30.10.2007 kl. 23:27
Bęta viš athugasemd [Innskrįning]
Ekki er lengur hęgt aš skrifa athugasemdir viš fęrsluna, žar sem tķmamörk į athugasemdir eru lišin.