Smalir

Það er erfitt að vera nýbúi. Nýbúar hafa ekki tileinkað sér orðaforða frumbyggjanna, það tekur oft langan tíma. Það þarf ekki að vera útlendingur til að kallast nýbúi, það er hægt að vera nýbúi í eigin landi, þá á ég við ef maður sest að í öðru menningarsamfélagi en maður er alinn upp í. Ég er nýbúi á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir að hafa búið hér meira eða minna í 25 ár, fyrst skildi ég ekki tungumálið, hvernig átti að hegða sér eða yfirhöfuð nokkuð. Sama gildir um þá sem flytja í sveit og hafa ekki búið þar áður. Þeir eru nýbúar. Einn nýbúinn í Miklaholtshreppi sagði einu sinni: "Það eru byrjaðar smalir".

Í dag tók ég þátt í þessu fyrirbrigði "smalir" (kann ekki að begja þetta orð). Mig langar mikið að skrifa um þetta en mig skortir tíma. Ég er nefnilega að fara til Sotkkholms í fyrramálið og á alveg eftir að pakka og allt. Er smöluð upp að öxlum en skemmti mér vel. Nenni ómögulega að fara í þessa ferð, það eina bjarta við ferðina er að ég gisti hjá uppáhaldsfrænku minni sem býr í Stokkholmi. Þetta er vinnuferð og þeir sem halda að slíkar ferðir sé eitthvað sem flokkast megi undir fríðindi, þeir hafa misskilið eitthvað.

Ég lofa semsagt smalirasögum þegar ég kem heim aftur. Ekki veit ég nú hversu stór lesendahópur minn er en ég vildi endilega láta vita af fjarveru minni svo þið haldi ekki að ég sé búin að missa áhugann á þessu bloggi. Það er langt í það, ég á eftir að ausa úr miklum skálum skoðanna áður en ég hætti þessu. Ég lofa líka nokkrum sögum inn á milli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Góða ferð til Svergje....hlakka til að heyra meira um smalirasögur og fleira fróðlegt.

Gíslína Erlendsdóttir, 10.9.2007 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband