Bankarnrir eru að reyna að plata okkur, varúð!

Ég er að verða eins og kallinn í Spaugstofunni sem heldur því fram að Norðmenn séu með samsæri gegn okkur, ég held að bankarnir séu með samsæri gegn okkur. 

 

Í fréttum í gær var talað við fjármálaspeking Landsbankans og spurt hvort íbúðaverð færi lækkandi á næstu misserum. "Nei, bara óverulega, kannski svona 12%". Hvað var hún að reyna að plata okkur, hvenær varð 12% í þessum bransa óverulegt? Má ég þá biðja um óverulega launahækkun, svona um ca 12%. Ætli þá færi ekki allt af límingunum? 

 

Það er í fleiri atriðum sem bankarnir eru að reyna að villa okkur sýn:

Finnst okkur eftirfarandi í lagi:

Vinnufélagi minn fór í bankann sinn og borgaði reikninga hjá gjaldkera. Hann spurði hvað hann ætti mikið inni á reikningnum sínum. Gjaldkerinn gaf honum upp stöðuna: 553.000 kr. Eitthvað passaði þetta ekki við heimilisbókhaldið. Nei þetta gat ekki verið. Jú, sagði gjaldkerinn, sjáðu til það er 53 þúsund inni á reikningnum og svo ertu með 500 þúsund í yfirdrátt.

Þeim sem finnst þetta í lagi vil ég benda á að fá sér fjármálaaðstoð.

 

Þessi sami vinnufélagi minn fór í Kringluna á 20 ára afmæli hennar um daginn. Hann fyllti út getraunaseðil frá KB banka og setti í þar til gerðan kassa. Viku síðar var hringt í hann:

"Góða kvöldið, þetta er KB banki, ég ætlaði bara að minna þig á getraunina, það verður dregið á morgun"

"Já?" (hvert var erindið annars hugsaði vinnufélaginn)

"Sko ef nafnið þitt verður dregið út þá verður hringt í þig............. en fyrst ég er með þig á línunni, hefurðu kynnt þér nýju lánin okkar ?"

 

Ég hef heyrt af ungum menntaskólakrökkum sem fá símhringingar frá bönkum sem keppast um að gera þeim tilboð. Hvar fengu þeir símanúmerin? Hvaða leyfi hafa bankarnir til að hringja í ófjárráða unglinga og pranga inn á þau sinni þjónustu með lofi um gull og græna skóga?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Bankaofsóknir...er eina orðið sem mér dettur í hug yfir framkomu og yfirgang bankanna á Íslandi. Þess vegna held ég að við ættum að ganga í evrópusambandið og hleypa hingað inn erlendum bönkum sem er það eina sem ég held að geti lækkað rostann í þessum svokölluðu...þjónustustofnunum...sem ræna okkur og pína eins og þeir mögulega geta.

Gíslína Erlendsdóttir, 19.9.2007 kl. 17:28

2 Smámynd: Gíslína Erlendsdóttir

Frábærar myndir úr sveitinni.

Gíslína Erlendsdóttir, 19.9.2007 kl. 17:32

3 Smámynd: Gulli litli

Bankarnir reyna ekki bara að plata okkur, þeim tekst það líka ljómandi vel!

Gulli litli, 19.9.2007 kl. 17:39

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Kannski maður leggi til hliðar orðatiltækið "Helvítis norsararnir"  og taki í staðinn upp "Helvítis bankarnir" ?  Eins og það er nú ljótt að blóta. 

Anna Einarsdóttir, 20.9.2007 kl. 00:11

5 Smámynd: Sigríður Hafsteinsdóttir

Satt og rétt!

Sigríður Hafsteinsdóttir, 21.9.2007 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband