Örorkubætur

Bætur til þeirra sem eiga við langvarandi veikindi að stríða duga engan veginn fyrir framfærslu þessara einstaklinga, um það þarf ekki að fjölyrða eða tína fram dæmi. Þessa daganna má lesa reynslusögur einstaklinga sem berjast við erfið veikindi á bloggsíðum, m.a. hér á moggablogginu. Hver er vilji okkar hinna? Erum við orðin gegnsýrð af "ég" hugsuninni sem Michael More lýsir í nýjustu myndinni sinni? Er hugsun okkar á þá leið að við skulum bara kaupa okkur launatryggingu hjá tryggingafélögunum? Hver er þá munurinn á okkur og Ameríku? Hvert stefnum við?

Spyr sá sem ekki veit. Svo mikið er víst að þetta er ekki það sem ég vil. Það er okkur til mikillar hneisu hvernig við förum með aldraða og öryrkja. Enn og aftur vitna ég í Sicko: "Stjórnvöld eiga að óttast kjósendur en ekki öfugt" þetta þýðir á mannamáli að stjórnvöld eiga að óttast að verða ekki kosin aftur til valda, okkar er valdið. Nú á ný ríkistjórn möguleika á að gera eitthvað í þessum málum, svo einfalt er það, annars verður hún ekki kosin aftur, eða þannig.

Það er óneitanlega sárt fyrir fólk sem hefur alla tíð unnið hörðum höndum fyrir sínu daglega brauði að ná ekki lengur endum saman af því að við búum ekki í því velferðarþjóðfélagi sem við héldum að við byggjum í. Sumir eiga vini og ættingja sem bregðast við og eru tilbúnir að leggja til styrki þegar svona stendur á, ekki allir. Þó það sé sælt að geta sýnt hug sinn í verki er það ekki þannig sem við viljum að sjúkir nái endum í heimilisbókhaldinu saman. Nei við viljum breytingar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband