Bjartur og þjóðin

Illugi Jökulsson skrifar ágætisumfjöllun um Bjart í Sumarhúsum í DV sl. föstudag. Mér varð ljóst þegar ég las þessa umfjöllun að minni mitt gagnvart þessari persónu Íslandssögunnar var farið að daprast. Því fór ég í bókahillurnar og veiddi karlinn fram.

Lesturinn stendur enn yfir, en þó er mér ljóst að gagnrýni Illuga á hvernig margir lofa sjálfstæðisbaráttu Bjarts á við rök að styðjast.

Ég væri ekki ánægð með að vera líkt við karlinn.

Ég væri ekki heldur ánægð með að tilheyra þjóð sem væri líkt við karlinn.

Því miður held ég samt að þvermóðska okkar þjóðar og rembingur eigi það samt skilið. Líkindin eru meiri en ég vildi.

Annars er líklega heillavænlegast að klára bókina áður en ég tjái mig meira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitt af því sem ég þurfti í öllu þessu umróti var að sækja í okkar "stóru" bókmenntir, þá ekki síst Laxness.  Tiltölulega nýbúin að lesa Sjálfstætt fólk og Sölku Völku aftur eftir langa hríð og varð bara orðlaus á eftir.  Þessar bækur voru skrifaðar fyrir 70-80 árum og samt svo margt í þeim sem á svo skelfilega vel við enn þann dag í dag.  Mín skoðun er sú að höfum aldrei átt meiri "andlegan risa" en Laxness, enginn maður hefur "skilið" þjóð sína betur en hann.  Og veit hvað átt við með að "Líkindin eru meiri en ég vildi" :-o

Svo er ekki kominn tími til að horfast í augu við hver við erum, ákveða hvernig við viljum verða og takast á við það sem ber á milli.  Verð að viðurkenna að Hólaræða Steingríms höfðaði til mín (http://www.smugan.is/pistlar/raedur/nr/2294)

ASE (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 00:24

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Mér hefur reyndar fundist að flestir sem líkja stöðu okkar við Bjart séu alls ekki að meina að við eigum að taka hann okkur til fyrirmyndar.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 17.8.2009 kl. 11:03

3 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Hildigunnur það sem ég átti við var annarsvegar þetta (sjá hér):

Aðrir hafa séð ýmsa aðra þræði í baráttu Bjarts. Hann sé tákn baráttu undirokaðs fólks gegn valdi og yfirgangi og nauðhyggju stéttasamfélagsins. Slík barátta hafi í aldanna rás iðulega verið erfið og oftast þótt óraunsæ og vonlítil. En ef aldrei hefði brunnið í hjörtum manna baráttuandi, ódrepandi löngun til frelsis; þráin til að geta borið höfuðið hátt, þá værum við ekki þar á vegi stödd í baráttu fyrir frjálsu lýðræðissamfélagi sem við þó erum - þrátt fyrir allt. Bjartur hafi þannig verið í uppreisn gegn kyrrstöðusamfélaginu - Rauðsmýrinni - þar sem húsbændur og hjú þekktu hvað til friðarins heyrði.

Hins vegar var það viðtal við bóndann Þorgrím Einar Guðbjarsson bónda í Dölum þar sem hann líkti sjálfum sér við Bjart. Þetta var í viðtali við Morgunblaði sem birtist um þarseinustu helgi. Þessi líking varð kveikjan að vangaveltum Illuga sjá hér.

Kristjana Bjarnadóttir, 17.8.2009 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband