Færsluflokkur: Menning og listir

Júróvisjónrím og textar

Ég játa það á mig að hafa gaman af Júróvisjón. Að í sömu söngvakeppninni sé pláss fyrir finnskt þungarokk, balkanskar ballöður, spænskt grín og austurevrópskan súludans, það er bara fyndið.

Þetta er bara dásamlegt. Dásamlegast af öllu er þó textagerðin, þegar þjóðir sem státa af mismikilli enskukunnáttu byrja að ríma á engilsaxnesku, útkomn getur verið ansi skemmtileg.

Hér koma nokkur dásamleg dæmi:

Grikkir árið 2005 (vinningslagið það árið):

You´re my lover
under cover
I´ve no other

Þetta kalla ég dýrt kveðið.

Hvíta Rússland nú í ár (komust ekki upp úr forkeppninni):

Baby,
goodbye,
I´ll miss you
maybe

Ég þori ekki alveg að lofa að þetta sé kórrétt, en þetta var mjög nálægt þessu. Dásamlegur kveðskapur. Það var karlmaður sem söng og mikið held ég að elskan hans sé ánægð með hann sakni hennar................kannski.

Grikkir voru nálægt sigri í ár. Ég treysti mér ekki til að fara rétt með textann en uppistaðan í ríminu var:

Destination
Combination
Imagination

Dýrara verður þetta tæplega.

Það væri svo hægt að taka aðra umferð á sviðsetningum.

Hverjar eru líkurnar á því að verða Ólympíumeistari á skautum og vinna Evróvision? Hm, vinningslagið var ágætt en hvað skautadansarinn var að gera á þessum plastdúk, því náði ég ekki.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband