Hef tekið ákvörðun

Ég ætla að hætta að blogga á moggabloggi.

Get ekki hugsað mér að heimili mitt í bloggheimum lúti þeirri yfirstjórn sem nú hefur verið upplýst að mun stjórna mbl.is.

Ég ætla ekki að loka þessu bloggi en nýjar færslur verða skrifaðar á nýju vefsvæði sem ég tilkynni um síðar.

Ég er enn að skoða önnur vefsvæði og heiti. Það á að vanda valið.

bubot.blogspot.com er ekki laust.

bubotin.blogspot.com er laust en mér finnst það óþjált og ekki smart.

Einu sinni eignaði ég mér kú. Hún hét Búbót, þetta var góð kú, ljúf í skapi, eldrauð, með krullur í enninu og afurðaskjóða. Þannig er nafnið á síðunni tilkomið.

Ég átti einu sinni kind sem hét Spök þar sem hún var mjög gæf. Vefsvæði skýrt eftir henni yrði: spok.blogspot.com. Það gengur ekki. Enda eru færslurnar mínar ekki alltaf mjög "spakar" í þýðingunni þægar. Hversu gáfulegar hins vegar, hm, skal ég ekki segja til um það.

Ég átti einu sinni hryssu sem hét Elding, elding.blogspot.com er ekki laust enda á Sigrún systir mín líka svolítið í þessu nafni.

Það eru tvö önnur hestanöfn sem tengjast mér sem ég er að velta fyrir mér. Sigrún á reyndar annað nafnið með mér en hitt er karlkyns. Bæði eru flott nafn á vefsvæði og bera vel það sem ég er vön að skrifa um.

Nú verður lagst undir feld.

PS. var að fá ábendingu um vefsvæðið blogg.is og var að skoða það. Sýnist það vera flott og það er ótvíræður kostur að hafa vefsvæðið íslenskt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Eitthvað virkað það nú tvöfalt í roðinu að halda megabytum eftir hér í ljósi yfirlýsingar þinnar hér að ofan.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 24.9.2009 kl. 17:27

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hefurðu skoðað www.wordpress.com?  Margir Eyjubloggarar nota það - t.d. http://eyjan.is/goto/sme/ - http://andres.eyjan.is/ - http://eyjan.is/goto/mhg/

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.9.2009 kl. 17:32

3 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

BESTU BLOGARAR MBL.IS ERU AÐ HÆTTA HVERJIR AF ÖÐRUM...ÁN ÞESS AÐ MÆLAST TIL UM ÞAÐ FYRIRFRAM!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.9.2009 kl. 03:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband