Að kaupa þýfi

Að kaupa þýfi er refsivert. Skiptir þar jafnvel ekki máli hvort kaupandanum var kunnugt um að varan sem verslað var með var þýfi. Bara að kaupandanum hefði mátt vera það ljóst.

Nýtt myndband um sjónhverfingar Jóns Ásgeirs í viðskiptum hefur verið sett á youtube. Myndbandið má skoða á síðu Láru Hönnu sjá hér.

Ég hef rennt í gegnum það einu sinni, þarf nokkur skipti í viðbót til að skilja sjónhverfingarnar sem þarna er lýst, en eitt skildi ég: Þarna er verið að lýsa umfangsmiklu ráni á miklu magni af peningum. Hvort þetta rán verði úrskurðað löglegt á endanum veit ég ekki.

Viðskiptin sem lýst er snerta nokkrar verslanir sem eru fyrirferðarmiklar í umhverfi okkar: Hagkaup, Bónus, 10-11, Útilíf, Húsasmiðjan.

Má ekki færa fyrir því rök að með því að versla í þessum verslunum séum við að kaupa þýfi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband