18.8.2009 | 22:30
Þar sem er reykur þar er stundum............
Eitt af tómstundaverkum mínum er að sitja við tölvuna og gúggla. Uppáhaldsgúgglorðin mín eru "money laundering + iceland" eða + einhver nöfn á einstaklingum, bönkum eða fyrirtækjum sem tengjast bankahruninu. Einnig nota ég stundum "russian mafia +" sömu nöfn. Einnig hef ég dundað við þetta á dönsku. Eins og ég hef áður nefnt er niðurstaðan áhugaverð.
Ég tók mér gott sumarfrí frá þessu tómstundagamni en nú nýlega byrjaði ég aftur og viti menn............. mikið var um nýjar niðurstöður frá því í sumar.
Ég get ekki stillt mig um að setja hér inn link á það sem mér þótti áhugaverðast. Þess skal þó getið að það sem þarna birtist er í sögusagnastíl svo ekki sé meira sagt. Ég vil samt minna á að þar sem er reykur, þar er stundum..........
Njótið heil.
http://icelandtalks.heidi.1984.is/
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:31 | Facebook
Athugasemdir
Þar sem er reykur er ALLTAF eldur. Takk fyrir þetta.
Rósa (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.