10.6.2009 | 21:48
Hreyfiskýrsla og Joly
Nú styttist óðum í margumtalaða og mikiðtilhlakkaðrar ferðar á Miðfellstind í Skaftafellsfjöllum. Æfingar og aðhald hafa skilað árangri sem ég er ánægð með. Úthald og kraftur hafa aukist og allt að 5 kíló fokin á jafnmörgum vikum. Nokkuð bratt en ef tekið er tillit til þess að byrjunarvigtun var gerð eftir mikið hamborgaraát og bjórdrykkju má reikna með að þetta séu um 3 kíló. Það gera ríflega 1/2 kíló á viku sem er mjög svo mátulegt.
Frétt dagsins er svo að mínu mati hótun Evu Joly um að hætta og svo að hún sé hætt við að hætta. Það er ljóst að einhver öfl hafa ekki sætt sig við að hún væri með puttana í óhreina tauinu okkar. Sjálf varð ég róleg í vetur þegar hún var ráðin að rannsókninni að bankahruninu. Taldi þar með að það væri óþarft að ég væri að hafa áhyggjur af þessu og hætti fyrirgrennslunum mínum á netinu. Það var komin hæfari kona í málið.
Ýmislegt sem sagt hefur verið og gefið í skyn í tengslum við icesave samkomulagið fyllir mig enn frekari tortryggni gagnvart fyrrum eigendum og stjórnendum Landsbankans. Ég ætla ekki að rökstyðja þetta frekar hér en hvet fólk til að hlusta á það sem EKKI er sagt og lesa það sem stundum er milli línanna og gefið í skyn.
Einnig vil ég benda á nokkrar nýlegar færslur Láru Hönnu (1, 2, 3 og 4) þar sem hún birtir greinar í danska blaðinu Ekstrabladed frá því árið 2006. Þar eru íslensku "útrásarvíkingarnir" teiknaðir upp ófögrum litum. Kaupþing var viðkvæmt fyrir þessari umfjöllun og fékk lögbann á birtinguna.
Endilega skoðið.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.