13.5.2009 | 20:57
Hefðbundin miðvikudagsæfing
Í dag var hefðbundin miðvikudagsæfing. Upphitun við sundlaug Seltjarnarness, hlaupið út fyrir Bakkatjörn og til baka með sjónum um nesið norðanvert. Síðan voru göturnar að norðanverðu hlaupnar upp og niður.
Að þessu loknu voru æfingar í sal með þjálfara í ca 30 mín.
Okkur telst til að við hlaupum rösklega 7 km á hefðbundinni miðvikudagsæfingu.
Það var ansi hvasst og þurfti lítið að hafa fyrir andardrættinum. Bara opna munninn og þá belgdist maður út af lofti.
Athugasemdir
Flott æfingarfrásögn. Held sjálfur svona dagbók á Mogga-bloggi.
Flosi Kristjánsson, 13.5.2009 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.