12.5.2009 | 18:49
Hvíld
Í dag tek ég hvíldardag. Það er líka nauðsynlegt að leyfa skrokknum að slaka á.
Hugrún göngufélagi minn, stendur fyrir gönguferðum á þriðjudögum og í dag á að ganga á Lambafell við Þrengslaveg. Mig langaði með og var að hugsa um að skella mér en Evrovision hafði betur.
Ég giska á að einhverjir fastagestir þessarar síðu telji mig vera hreyfióða þessa dagana. Þeim vil ég benda á að þetta er ekki svo mikið umfram það sem ég geri venjulega. Ég hef undanfarin ár mætt nokkuð vel í hlaupatíma TKS sem eru þrisvar í viku, mánudaga, miðvikudaga og laugardaga. Því til viðbótar fór ég oft í ræktina á sunnudagsmorgnum í vetur og einnig stundum á gönguskíði. Í vor hef ég svo farið nokkrum sinnum á Esjuna.
Það skal að vísu viðurkennt að ég hef ekki oft náð 5-6 verulega aktífum dögum á viku.
Þar sem ég bý með maraþonhlaupara og margir göngufélagar okkar eru verulega sporléttir þá hef ég einsett mér að reyna að hanga í þessu fólki. Þetta er frábær félagsskapur og vellíðanin sem fylgir góðu líkamlegu ástandi eru ómetanleg laun fyrir puðið.
Athugasemdir
Nú munaði mjóu, maður! Ég var næstum búin að spyrja þig hvort þú tækir að þér einkaþjálfun!
Mundi þá að ég er með ónýtt bak og get ekki gengið uppímót - og laflausa ökkla svo ég misstíg mig alltaf, jafnt gangandi sem hlaupandi.
Sjúkkit!
Lára Hanna Einarsdóttir, 13.5.2009 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.