9.5.2009 | 20:20
Svindl og dugnaður
Ég er mannleg og svindlaði í gær. Í tvennum skilningi en allt þó innan marka og ákvarðanir meðvitaðar, það var enginn sem "látti" mig svíkjast um.
- Ég var löt, þ.e. engin hreyfing.
- Ég skóflaði í mig pizzu og óhollum drykkjum.
Svona gengur aðhald fyrir sig, það verður líka að vera hægt að slaka á og leyfa sér óhollustu. Þetta er spurning um tíðni óhollustunnar.
Í morgun var svo venjubundinn laugardagshringur, 5km hlaup með hópnum og kirkjutröppur plús æfingar úti.
Að þessu loknu var svo farið í pottinn sem var heitur að venju, í tvennum skilningi. Það eru stjórnmálin rædd í víðu samhengi og ástandið tekið út. Alltaf fjörugar umræður og mörg sjónarhorn, allt í góðu.
Hvað varðar þyngdina þá átti ég seinast eftir að svala þorsta eftir Esjuferð. Sú mæling er því tæplega marktæk enda eru þessi 500g komin aftur.
Athugasemdir
Ert bara dugleg Kristjana, mundu að hvíldardagarnir eru líka nauðsynlegir og mikilvægir.
Kv.
Villa
Vilborg Hjartardottir (IP-tala skráð) 10.5.2009 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.