Það var Esjan

Ég fékk í gær þá hugmynd að æsa göngufélaga mína með mér í göngu á Móskarðshnjúka. Við höfum farið nokkrum sinnum á Esjuna í vor og mér fannst vanta tilbreytingu.

Viðbrögðin voru nokkur jákvæð, sumir reyndar uppteknir, en Jóhanna og Bestla voru til í tuskið.

Strax í morgun var mér ljóst að það yrði bálhvasst. Móskarðshnjúkar blasa við mér úr vinnunni og hafa oft heillað mig. Í dag var oft yfir þeim ský og greinilega hvasst og kalt. Ég get ekki sagt að þeir hafi beint kallað á mig.

Á seinustu stundu afboðaði Bestla sig. Það fóru að renna á mig tvær grímur, þetta var kannski ekkert vit. Jóhanna svaraði engum símum eða öðrum skilaboðum.

Ég mætti upp á Shell bensínstöðina við Vesturlandsveg eins og ég hafði lofað. Auðvitað kom Jóhanna. Búin að hlakka til í allan dag. Við ákváðum nú samt að Móskarðshnjúkar væru betur geymdir til síðari tíma. Brjálað rok.

Esja skyldi það vera. Upp örkuðum við í hávaðaroki, það var varla stætt á tímabili. Við fórum lengri leiðina og vorum 69 mín upp að Steini en 30 mín niður.

Bara nokkuð ánægðar með okkur.

Þyngdarbreyting: -500g

Ég veit þetta er nokkuð skart, en það er að koma helgi með barnaafmæli og ýmsu góðgæti. Ég get ekki látið allt á móti mér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband