19.4.2009 | 20:53
Ekki tíðkaðist að ræða slíka styrki í bankaráðinu
Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld var umfjöllun um "styrki" (lesist mútur) sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk frá Landsbankanum í árslok 2006. Umfjöllunin snerist um það að Björgólfur Guðmundsson hefði vitað af þessum styrk að sögn Sigurjóns Árnasonar. Styrkurinn hefði verið veittur með vitund og vilja Björgólfs.
Gott og vel, en:
"Aðspurður um af hverju þessi ákvörðun hefði ekki verið rætt í bankaráðinu sagði Sigurjón að það hefði einfaldlega ekki tíðkast að ræða slíka styrki þar".
Þessi seinustu orð segja meira en margt. "Styrkurinn" sem þjóðin hefur tekið andköf yfir seinustu vikur var ekki einsdæmi. Það var heldur ekki einsdæmi að ákvarðanir um slík fjárútlát hefðu bankastjórar tekið framhjá bankaráðinu.
Krefst þessi játning Sigurjóns ekki rannsóknar?
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta tilsvar SÁ bendir til að "svona styrkir" hafi verið til siðs á þeim bæ og tiltökumál þó nokkra millur væru réttar til vina og aðstoðaraðila
Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.4.2009 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.