Gæðastjórnun í Seðlabanka

Ég starfa í vottuðu gæðakerfi. Í slíku umhverfi er nauðsynlegt að allt sé skráð og kvittað fyrir.

Ef ekki er skráð að vinnuborð hafi verið þrifin þá lítur kerfið svo á að engin þrif hafi átt sér stað.

Ef ekki er skráð að vikulegt eftirlit með tæki hafi verði gert, þá er ekki hægt að sýna fram á við úttekt að þetta eftirlit hafi farið fram og úttektaraðilar líta svo á að það hafi ekki verið gert.

Alla fundi skal skrá og einnig hvað var ákveðið sem og hvaða starfsmaður ber ábyrgð á að fylgja þeim ákvörðunum eftir.

Í Seðlabanka Íslands virðist engin svona skráning fara fram. Bankastjórinn segist hafa varað við bankahruninu munnlega á fundum sem enginn kannast við að hafa verið á, eða í símtali við forsætisráðherra. Engin skráning er til á þessu.

Í vottuðu gæðakerfi er einfalt að skera úr um svona atriði: Ef engin skráning er til á þessari viðvörun þá var hún aldrei gerð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Hvar er mikilvægara að hafa allt "skráð" en hjá hinu opinbera?  Stjórnvöld hafa hagað sér eins og þeir séu að reka einhvern einkaklúbb

Sigrún Jónsdóttir, 7.12.2008 kl. 22:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband