4.12.2008 | 22:29
Skortur á vitrænni umræðu
Í kjölfar hruns bankakerfisins og krónunnar hef ég smám saman komið út úr skápnum sem stuðngingsmaður þess að við hefjum aðildarviðræður við ESB. Því miður hefur skort vitræna umræðu um kosti aðildar og er íslenskur almenningur því illa upplýstur um þetta. Þar er ég sjálf engin undantekning.
Ég hef því undanfarið lagt eyrun við þegar þessi mál ber á góma en því miður finnst mér umræðan bera keim af upphrópunum. Helstu varnaglar sem ég hef heyrt tengjast sjávarútvegi og vissulega er það eitthvað sem skiptir okkur verulegu máli.
Í tvígang nú á seinustu vikum hef ég séð og heyrt það fullyrt að önnur aðildarríki muni miðað við núverandi skipulag innan ESB ekki fá að veiða svo mikið sem eitt kílógramm úr fiskistofnum sem einvörðungu eru innan íslenskrar lögsögu.
Fyrst heyrði ég þetta í viðtali við Aðalstein Leifsson í þættinum Á Sprengisandi á Bylgjunni þann 2. nóvember sl. (ef þið smellið á linkinn þá er þetta allra aftast í þættinum). Aftur sá ég þessa fullyrðingu í færslu hjá Árna Snævar í gær:
miðað við núverandi reglur hefur engin þjóð rétt á fiskveiðikvótum í íslenskri lögsögu, Íslendingar myndu sjálfir semja tillögur um skiptingu kvóta og sjá um fiskveiðieftirlit, þó vissulega þyrfti ráðherraráðið að gefa endanlegt grænt ljós.
Þrátt fyrir þetta fullyrða margir og þar á meðal forsvarsmenn LÍÚ, að með aðild að ESB myndum við afsala okkur yfirráðarétti yfir auðlind sjávar.
Ég fer fram á vitræna umræðu um þetta. Þetta hlýtur að vera einfalt atriði að skera úr um og ljóst hvernig núverandi reglur eru. Það er ólíðandi að andstæðingar aðildar fari fram með staðlausar fullyrðingar og drepi þannig vitrænni umræðu á dreif.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Við fáum alla vega ekki að veiða markríl, hvorki í eða utan landhelginnar. Svo hefur verið fullyrt að Finnar hafi fengið sérstaka norðurpólsundanþágu fyrir sinn landbúnað og þarmeð heilmikla styrki. Nú segir finsk kona (einhver ESB-fulltrúi) að þessi undanþága og styrkir séu ekki varanlegir og renni út 2011 og muni ekki fást framlengt aftur.
Ragnar Eiríksson, 4.12.2008 kl. 22:52
Lykilatriði í þessu sem þú skrifar er "miðað við núverandi reglur". Reglur breytast og vægi Íslands í ákvarðanatöku verður lítið sem ekkert ef/þegar Lissabon samningurinn tekur gildi. Ótti þeirra sem vilja ekki ganga inn stafar nokkuð af þessu, hvort sem það er með réttu eða röngu.
Kannski ætti að snúa spurningunni við: Til hvers eigum við að ganga í ESB? Af hverju dugir okkur ekki EES samningurinn eins og hann dugir fyrir Noreg og Sviss?
Er marka má kannanir sækjast menn fyrst og fremst eftir Evrunni með inngöngu. En innganga í ESB er bara svo miklu miklu stærra dæmi en að skipta um gjaldmiðil.
Ég er sammála þér, það þarf góðar hlutlausar upplýsingar svo almenningur geti vegið og metið og tekið afstöðu byggða á eigin dómgreind. Ekki upphrópunum að pólitískum hætti.
Haraldur Hansson, 4.12.2008 kl. 23:06
Það er ótrúlegt að and-esb sinnar skuli hafa haldið fram annari eins dellu að undanfarin ár og raun ber vitni. Það er einfaldasta mál fyrir hvert barn að komast að hinu sanna. Meginreglur: Veiðireynsla. Hlutfallslegur stöðugleiki.
Nú, þegar búið er að reka ofan í þá ranfærslurnar og lygina - þá er bara lagt á heljarinnar flótta og hörfað ofaní djúpa gjótu: Reglunum gæti hugsanlega, mögulega, etv, kannski verið breytt einhverntíman í framtíðinni !!
Um þetta er að segja að það er svo langsótt og far át og paranojd nálgun að með ólíkindum er. En sýnir afar veikan málefnagrunn and-sinna og algjöra vanþekkingu á ESB. Algjöra vanþekkingu.
Það er lengi hægt að koma með ef spurningar. Það væri alveg eins hægt að segja: Verður ekki lögum breytt þannig á Íslandi að kvótagreifar megi selja kvótann allan til útlendinga. Það er miklu miklu líklegri möguleiki.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.12.2008 kl. 00:09
Þetta hef ég - sem er þó hvorki sérfróður um sjávarútvegsmál né Evrópumál (nema e.t.v. hvað varðar launafólk og neytendur) - talið mig vita með vissu í mörg ár enda eru til margar skýrslur og aðrar staðfestingar um þetta þó að ég hafi þær ekki á reiðum höndum hér og nú. Það stærsta sem ég tel að breytist verður kannski að formlega og endanlega ákvörðun um heildarkvóta tekur Einkar K. Guðfinnsson, sjávarútvegskommisar í Brüssel, í stað Einars K. Guðfinnssonar, sjávarútvegsráðherra í Reykjavík. Skiptingin verður óbreytt eins og þú raktir - bæði samkvæmt gildandi reglum, samkvæmt væntanlegum reglum sem okkur hefur boðist að hafa áhrif á og samkvæmt samningsaðildarmarkmiðum okkar. Nú fyrst hefst upplýst umræða.
Gísli Tryggvason, 5.12.2008 kl. 00:24
Ég hef nákvæmlega verið að velta því fyrir mér hvort ekki eigi að fara að hefjast vitræn umræða um mögulega kosti og galla ESB aðildar. Við eigum meira skilið en brotakenndar upphrópanir í allar áttir.
Kosningabaráttan um ESB aðild er augljóslega hafin, en það vantar allt kjöt á beinin. Hvar eru þeir sem mesta þekkingu hafa á regluverkinu og möguleikum okkar gagnvart ESB? Þarf fólk ekki að fara að taka saman á mannamáli hver staða okkar væri, t.d. með því að bera saman við aðrar þjóðir sem hafa farið inn og hafa sambærilega hagsmuni og Ísland?
Lýsi eftir skipulega fram settum upplýsingum um mögulega stöðu okkar! Kosti og galla þjóðhagslega séð -og ekki síður, kosti og galla fyrir hverja? Það eru nefnilega ekki allir á sama báti hér og því getur það sem þjónar hagsmunum eins hóps verið arfaslæmt fyrir annan.
Hvað þýddi ESB aðild t.d. fyrir venjulegt launafólk í landinu?
Erla Vilhjálmsdóttir (IP-tala skráð) 5.12.2008 kl. 00:27
Vænisýki þjóðrembumanna og útlendingahatara er botnlaus. Enda neyðast þeir alltaf að lokum til að samþykkja þegar farið er í staðreyndir ESB málanna að reglur ESB eru okkur ágætlega hagfeldar. - En þá kemur stóra bomban „vondu útlendingarnir breyta örugglega reglunum til að ræna okkur“. Klassískt er hvað Haraldur Hannesson segir hér ofar: „Lykilatriði í þessu sem þú skrifar er "miðað við núverandi reglur"“ Þar viðurkennir hann að ESB reglunar myndu tryggja óbreytta veiði og reyndar gott betur.
Vænisýki og útlendingaáróður þessara manna er svo svæsinn að þeir sleppa því alveg að ESB má ekki, hefur ekki og mun ekki ganga gegn grundvallarhagsmunum neins aðildar ríkis, þar sem það er beinlínis grundvallað á því að gera það aldrei.
Hversu væmið eða fjarlægt sem mönnum finnst það núna þá er ESB stofnað eftir heimstyrjöldina til að grundvalla frið í Evrópu og sá grunnur sambandsins er enn óhaggaður.
Sameiniðuþjóðirnar sem við erum aðilar að hefur raunverulegt vald til að gefa Bretum Ísland til yfirráða og á sögu um að það hafa gert slíkt þ.e. falið þjóðum yfiráð annarra landa og þjóða, - og okkur dygði ekki að ganga úr Sameiniðuþjóðunum til að ógilda ákvarðanir þeirra um okkur. - Samt óttumst við ekki Sameiniðuþjóðirnar er það?
ESB hinsvegar má ekki ganga gegn grundvallarhagsmunum neins aðildarríkis síns, hefur ekki til þess vald og hefur aldrei gert slíkt, hefur því enga sögu um að hafa gert slíkt eða viljað gera neitt slíkt, auk þess sem við gætum einfaldlega gengið úr ESB.
Fiskveiðistefna ESB er verndarstefna þ.e. varð til af illri nauðsyn þar sem margar þjóðir lágu að sömu fiskimiðum í Norðursjó og það varð að ná sátt um að vernda fiskistofnana. Það dugði ekki að ein þjóð setti reglur en ekki önnur því þorskar virða ekki landamæra- og lögsögueftirlit. Það hafði verið reynt með hléum frá 1906.
Það er ekki neinskonar ásælni sem liggur þar að baki heldur eingöngu það markmið að vernda fiskistofnana og vistkerfi hafsins, þó sífellt sé barist við sjómenn og fyrirgreiðslu-pólitíkusa sem heimta meira bara fyrir sig.
Allir kvótar ESB eru ríkjakvótar þ.e. þeim er úthlutað til ríkjanna sjálfra sem svo setja hver sínar reglur heima hjá sér um úthlutun veiðiheimilda til sinna þegna. Þeir byggja á veiðireynslu ríkjanna í viðhólfum ICES - Alþjóða hafrannsóknarráðsins sem Hafró er hluti af. Þar eru Íslandsmið eitt hólf sem eingöngu Íslendingar hafa nú veiðihefð til að fá kvóta úr.
Það má rifja upp að um leiða og það er orðinn vani þessara manna að segja „reglurnar gætu breyst“ um leið og þeir neyðast til að viðurkenna að við ein fengjum að veiða á Íslandsmiðum og að reglunar eru „OK“ þá var vitnað í formann LÍU þegar ESB ráðherra sagði að við ættum bara að koma inn og taka þátt í að bæta kerfið innanfrá að „engin leið er til að breyta neinu í fiskveiðistefnu ESB“.
Nú finnst mér að LÍÚ verði að velja annað hvort: hvort er hætta á reglunni verði breytt sem mest sátt hefur verið um þ.e. um „hlutfallslegan stöðugleika“ (allir veiða úr þeim hólfum sem þeir hafa veitt eins og þeir eru vanir) eða er alls engu hægt að breyta í fiskveiðistefnu ESB?
- Eru það rök ykkar að mikil hætta sé á reglunni verði breytt sem full sátt er um, en samtímis sé engu hægt að breyta til framafara? - Er þetta ekki bara Ragnar Reykás kominn í LÍÚ?
- í raun snýst þetta allt um hræðslu LÍU um að útvegsmenn gætu kannski misst leyfi til að veðsetja og selja kvóta. Ég held þó að það sé ástæðulaus ótti en bara vegna þess að ekki er hægt að fullyrða það berjast þeir með kjafti og kló og hvað meðulum sem til erum óháð öllum staðreyndum og sannleika. Þeir spila blygðunarlaust á nótur útlendingahræðslu og æsa upp þjóðrembu því þeir vita hvað þetta eru máttug vopn.
Þemað er: „vondir útlendingar ætla að ræna saklausa Ísland“ svo eru ýmis stef sungin við þetta þema.
Helgi Jóhann Hauksson, 5.12.2008 kl. 06:20
Hegli Jóhann: Þú ert ótrúlegur! Í færslu sinni er Kristjana að fara fram á málefnalega umræðu um ESB í stað upphrópana. Samt byrjar þú mál þitt á að tala um vænisýki, þjóðrembu og útlendingahatur. Að gera lítið úr þeim sem ekki eru á sömu skoðun og þú, áður en þú gerir grein fyrir eigin skoðun.
Ég öfunda þig af einu: Að þú ert greinilega búinn að kynna þér málið og ert tilbúinn að mynda þér skoðun. Sjálfur er ég ekki kominn svona langt. Því meira sem ég les því betur finnst mér ég þurfa að kanna málið til að vera tilbúinn að kjósa.
Þú verður að virða "eðlilega tortryggni". Það er eðlilegt að fólk tortryggi það sem það þekkir ekki til fulls og þess vegna eru meiri og betri upplýsingar nauðsynlegar. Það er eðlileg varkárni að vilja stíga hægt til jarðar. Ótta við hið óþekkta er aðeins hægt að yfirvinna með aukinni þekkingu.
Í svari mínu hér að ofan setti ég inn rangan tengil en hann átti að vera í þessa færslu. Nokkuð sem ég skrifaði 16. nóvember. Ef þú lest þá færslu sérðu hvar ég stend. Ég er lítið nær í dag en ég var þá. Ef eitthvað, þá kannski færst fjær stuðningi og skirfast það á Lissabon samningin. E.t.v. er það bara "eðlileg tortryggni", tíminn leiðir það í ljós.
Þegar að því kemur að kjósa vil ég eiga kost á að verja atkvæði mínu samkvæmt skoðun sem byggist á góðum upplýsingum og eigin dómgreind. Ef ég tel ESB okkar besta kost greiði ég atkvæði með aðild, annars ekki. Sama gildir um evruna verði hún borin undir atkvæði. Svo er talið upp úr kössunum og meirihlutinn ræður. Út á það gengur lýðræðið. Þar á ég aðeins eitt atkvæði og vil verja því vel.
Helgi, fyrir alla muni haltu áfram að fjalla um ESB (og ég meina það, þetta er ekkert hnútukast). En ég bið þig að hætta að nota niðrandi fúkyrði um þá sem ekki eru þér sammála eða þú heldur að séu þér ekki sammála. Það gegnisfellir framlag þitt til umræðunnar og er engum til góðs. Málefnaleg umfjöllun er það hins vegar, um það snýst jú færsla Kristjönu.
Haraldur Hansson, 5.12.2008 kl. 12:50
Sæll Haraldur
„Þjóðrembumenn og útlendingahatarar“ skulu þeir heita sem byggja andstöðu gegn ESB á að: „Evrópa/ESB hafi illan og hættulegan ásetning í garð okkar litlu saklausu þjóðar“ og ýmsum stefnum við að lag.
Sko ... - Það er nú einu sinni þannig að auðvitað er fólk á móti ESB af margvíslegum ástæðum og ég er ekki að hnýta í þá sem bera fram efnisleg rök sem ekki byggja á fordómum og þjóðrembu. Þeir eru því miður alltof fáir meðal þeirra sem fremstri fara í andstöðu við ESB.
Sumir eru á móti af ástæðum sem þeir greina ekki frá heldur blása í þess stað glæður fordóma, ótta og haturs sem alltaf blundar í okkur mönnunum gagnvart öllu ókunnu og útlensku. Ég held að það eigi t.d. við um auðmenn sem lifa í makindum á kvóta og óttast að innganga í ESB gæti hugsanlega raskað stöðu þeirra.
- Svo eru þeir sem beinlínis telja það borðleggjandi staðreynd og gefið mál að útlendingar séu hættulegir en íslendingar „saklausir“ og að útlendingar geti ekki viljað eiga við okkur bandalag nema til að ræna okkur og svíkja. Og það að ESB sé tilbúið til að veita okkur aðild sé því sjálfkrafa sönnun þess að ESB vilji okkur illt, - og þeir íslendingar sem vilji aðild að ESB séu því „landráðamenn“.
Þessir tveir, hópar, þeir sem þora ekki að segja satt um afhverju þeir eru á móti ESB (kvótabarónar), og svo þeir sem geta ekki ímyndað sér að útlendingar vilji okkur neitt nema vont eitt hafa alltaf hæst meðal ESB-andstæðinga þegar málið kemst alvarlega til umræðu.
Staðhæfingar um að ESB vilji komast yfir orkuauðlindir landsins og ásælist fiskimiðin og yfir höfuð að hafa af „litla saklausa“ Íslandi gæði landsins eru rakalausar og frá þessu liði komnar. - Engin rök eru fyrir slíkum staðhæfingum og engin fordæmi um að ESB gengi ekki gegn grundvallarhagsmunum neins aðildarríkis þar sem það einfaldlega brýtur gegn stofnhugsun þess sem er að tryggja frið í Evrópu, auk þess sem hvert ríki hefur haft neitunarvald um grundvallaratriði og ef allt um þrýtur getur ríki einfaldlega gengið úr ESB.
(Fiskveiðistefna er verndarstefna til að viðhalda lífríki sjávar og fiskistofnunum þ.e. í raun umhverfisstefna en ekki neinskonar ásælni og var komið á eftir áratuga vesen vegna veiða úr sameiginlegum stofnum á Norðursjó)
Fullt af fólki trúir svo þessum staðhæfingum því okkur er í blóð borin hræðsla við útlendinga og ókunnuga.
Ég nenni ekki lengur öðru en að kalla hann neitt annað sínum réttu nöfnum „þjóðrembu og útlendingahatur“ og þá sem ástunda slíkan málflutning byggðan á þeirri forsendu að ESB ætli að ræna saklausu okkur „Þjóðrembumenn og útlendingahatara“.
Ég fagna því mjög ef andstæðingar ESB bæru fram efnisleg rök og helst þau sem ekki þyrftu þennan útgangspunkt að ríkin og þjóðirnar 27 og ríkisstjórnir þeirra sem ráða ESB hafi illan ásetning gegn Íslandi einu allra Evrópulanda og það þó ESB sé stofnað og byggt upp til að tryggja frið og sátt í Evrvópu.
Helgi Jóhann Hauksson, 5.12.2008 kl. 19:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.