29.11.2008 | 00:14
Verslunin Herðubreið opnar
Áhrif efnahagskreppunnar eru margvísleg. Einna fyrstir til að finna fyrir samdrætti eru arkitektar og er verulegur samdráttur þegar orðinn í þeirri grein.
Það er aðdáunarvert að fylgjast með viðbrögðum æskuvinkonu minnar Elínar. Hún hefur í samvinnu við félaga sinn rekið arkitektastofuna Skapa & og Skerpa arkitektar að Barónsstíg 27. Nú hafa verkefni þeirra dregist verulega saman en þau láta ekki deigan síga.
Í samvinnu við Bryndísi Sveinbjörnsdóttur fatahönnuð hafa þau sett upp verslunina Herðubreið í húsnæðinu. Í versluninni verður til sölu margs konar áhugaverður varningur, svo sem íslensk fatahönnun fyrir bæði börn og fullorðna, skart og fylgihlutir, rabbabarakaramella beint frá býli, myndlist, tónlist og bækur. Arkitektastofan Skapa & Skerpa hyggst bíða kreppuna af sér í vari, í kjallara húsnæðis síns.Verslunin Herðubreið opnar laugardaginn 29. nóvember kl 13.00 að Barónsstíg 27.
Til hamingju með verslunina Elín og félagar, þetta er glæsilegt framtak sem sýnir í verki íslenskt hugvit, hugrekki og kraft.
Gangi ykkur vel.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:28 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er flott hjá þeim
Sigrún Jónsdóttir, 29.11.2008 kl. 01:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.