Net fyrir atvinnulausa

Í fréttablaðinu í dag bls 16 er frásögn sem ég ætla að leyfa mér að vekja athygli á.

Á Alþingi í fyrradag var fjallað um aðsteðjandi efnahagsþrengingar og vandamál vinnumarkaðarins sem birtist meðal annars í auknu atvinnuleysi. Geir Haarde sagði: "Þeir sem missa vinnuna geta treyst á netið sem sterkt velferðarkerfi býður upp á."

Eitthvað hefur Guðni Ágústsson verið utanvið sig því hann steig í pontu heldur þungur á brún og fannst Geir ekki sýna vandanum tilhlýðilega alvöru: "Og forsætisráðherra segir fólki bara að treysta á netið!"

Nú er það spurningin hvort okkar "sterka" velferðarkerfi býður atvinnulausum upp á fría nettengingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Já eða hvernig megi túlka þessi orð.....

Solla Guðjóns, 3.9.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband