7.7.2008 | 20:56
Fossasund
Sund í bergvatnsám er íþrótt sem fjölskyldan (að mér undanskilinni) stundar grimmt, hylir undir fossum eru bestir. Flestar bílferðir og gönguferðir um landið ganga út á að finna fossa og taka sundprett í hyljunum.
Mitt hlutverk er að standa á bakkanum og munda myndavélina. Á ég ótal myndir af restinni af fjölskyldunni við þessa iðju. Um liðna helgi dvöldum við með dóttur okkar í sumarbústað hjá tengdaforeldrum mínum. Þar var einnig Saga frænka.
Við fórum í langan göngutúr og fundum fallegan foss. Myndirnar tala sínu máli.
Fyrst var að venjast vatninu.
Þessi mynd af Sögu finnst mér bara nokkuð góð.
Þarna unir skottan mín sér best, ýmist ofaní hylnum, undir bununni eða bak við fossinn.
Eiginmanninum veitti ekki af svolítilli sturtu.
Saga var byrjandi í íþróttinni og tók leiðsögn Ránar vel.
Athugasemdir
Fossasund ! Þetta þarf ég að prófa. Stórsniðugt, sérstaklega á heitum dögum eins og í dag. Þetta er sérlega glæsilegur foss sem þið funduð.
Anna Einarsdóttir, 7.7.2008 kl. 22:58
Ég skil það ekki þegar fólk fer sjálfviljað í kalt vatn! Pant standa á bakkanum með þér ef ég lendi í þeirri aðstöðu að þurfa að velja...
Andri Ívarsson (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 01:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.