4.7.2008 | 21:26
Hvernig metum við líf
Mál nokkurra lífvera á flótta hefur verið mjög í fréttum nú í vor og sumar.
Tvo Grænlendinga rak á land í Skagafirði í júnímánuði og fór þjóðin algerlega af límingunum þegar sá fyrri fékk ekki landvistarleyfi. Stjórnvöld sáu sitt óvænna og gripu til umfangsmikilla kostnaðarsamra aðgerða til að reyna að tæla þann seinni til að bjarga lífi sínu með afleiðingum sem öllum eru kunn.
Þá kemur að villtum Kenyabúa. Sá hafði komið hér áður, verið hér sem skiptinemi, gat haft samskipti við innfædda, hafði aðstoðað Íslendinga við þróunaraðstoð í heimalandi sínu en komist þar upp á kant við þarlend stjórnvöld og taldi sér ekki vært í sínu landi. Fannst honum nærtækast að leita á náðir lands þar sem hann þekkti eitthvað til.
Nei, okkur Íslendingum þótti ekki einu sinni taka því að taka málið til efnislegrar umfjöllunar þrátt fyrir að maðurinn væri búinn að vera hér mánuðum saman.
Það tók ekki nema nokkra klukkutíma að ákveða að senda hingað danskan dýralækni og sérhannað búr fyrir hælisleitandann í Skagafirði.
Í hverju felst munurinn?
Hvítur vs svartur
Ísbjörn vs maður
Skagafjörður vs Reykjavík
Umhverfisráðuneyti vs dómsmálaráðuneyti
Grænland vs Kenya
Já hvað er það sem skiptir máli þegar við berum þessi mál saman. Ég bara skil ekki í hverju munurinn liggur.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svartur Ísbjörn hefði pottþétt fengið landvistarleyfi.
Góð færsla.... sýnir vel hversu fáránlega stjórnvöld starfa.... að mínu mati.
Anna Einarsdóttir, 5.7.2008 kl. 11:10
Já, þetta er nú barasta það sem íslensk yfirvöld hafa iðkað um aldaraðir, að leysa upp fjölskyldur.
Þrífast kannski ekki öðruvísi, fá svo kannski alveg sérstakt kikk út úr því að sprengja upp erlenda fjölskyldu.....
Mundi (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 11:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.