19.5.2008 | 22:47
Evrópa og við
Stundum geta stjórnmálamenn verið óskaplega sjálfhverfir, halda að stjórnmál snúist um þá, þeirra völd og stærð stjórnmálaflokkanna. Björn Bjarnason nær að mínu mati ákveðnu hástigi í Fréttablaðinu í dag.
"Hvers vegna skyldum við efna til átaka ef við höfum ekki beina hagsmuni af því - þjóðarhagsmuni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei mælt með stórum skrefum í utanríkismálum nema forystumönnum hans hafi tekist að sannfæra flokksmenn um að það sé nauðsynlegt með þjóðarhag í huga."
Á mannamáli: "Það er forystan sem ákveður hvaða mál má ræða innan flokksins, forystan veit betur en almenningur hvað þjóðinni er fyrir bestu. Það gæti skaðað flokkinn ef málin eru rædd. Ef flokkurinn skaðast (missir fylgi) eru völd hans í hættu. Því borgar sig engan veginn fyrir flokkinn að taka óþægileg mál á dagskrá".
Þetta er ekki í fyrsta skiptið í vetur sem kjósendum og almennum flokksmönnum Sjálfstæðisflokksins er sýnd óvirðing í vetur.
Af hverju má ekki ræða Evrópusambandið?
Getur verið að það sé vegna þess að Flokkurinn óttist um vald sitt?
Hvort er mikilvægara, hagsmunir þjóðarinnar í heild eða vald þessa stjórnmálaflokks?
Það skal tekið fram að ég er ekki endanlega sannfærð um að hagsmunum okkar sé best borgið í Evrópusambandinu, það hefur vantað vitræna umræðu til að ég geti tekið endanlega afstöðu.
Það verður að mega tala um þetta svo fólk viti um hvað málið snýst.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hefur forsætisráðherrann blessaður ekki sagt í vetur að mikil umræða geti skapað óraunhæfar væntingar eða eitthvað í þá veru. Það er ekki út af engu sem nú gegnur það máltæki í ónefndum úthverfum höfuðborgarinnar að "haarda" þegar ekki á að gera heitt....
Erna Bjarnadóttir, 20.5.2008 kl. 12:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.