Öldruðum og fóstrum ógnað

Þannig hljómar fyrirsögn á forsíðu Fréttablaðsins í dag. Það er alltaf gaman að tvíræðnum fyrirsögnum, sérstaklega ef maður sjálfur nær að misskilja þær.

Málið snýst um bakteríu sem er öldruðum og fóstrum sérlega varasöm. Ég fór að velta fyrir mér af hverju fóstrur væru í áhættuhóp, ekki væru þær svona almennt í sérstaklega mikilli snertingu við aldraða. Taldi að stéttir sem sæju um umönnun aldraðra væru líklegri til að smitast. 

Þegar ég las greinina kom náttúrulega í ljós að sýkingin getur valdið fósturskaða og fósturláti, bakterían er því hættuleg barnshafandi konum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Fríða Eyland, 11.1.2008 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband