18.12.2007 | 17:22
Sigmundur Ernir er vaskur í eldhúsinu
Í 24 stundum í dag er skemmtileg klausa á bls 31. Þar eru tveir sjónvarpsmenn, Þóra Tómasdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson spurð út í jólahald. Sigmundur segir: "En ætli við verðum ekki með humar í forrétt þetta árið og í aðalrétt verður purusteik sem ég elda með sérstökum hætti. Við eldum jólamatinn saman enda er ég vaskur í eldhúsinu".
Auðvitað tekur maðurinn þátt í eldamennskunni, það er útilokað að gera það vasklaus.
Hvað skyldi fara niður um niðurfallið á þeim bænum?
Athugasemdir
Ætli konan hans sé á bak við eldavélina ....
Erna Bjarnadóttir, 18.12.2007 kl. 21:40
Ég er multitask tæki...þvottavél, vaskur, klósettbursti, uppþvottavél, eldavél, kokkur, skrúbbur, straujárn og sápa
Bylgja (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 11:24
Mig langar í multitask tæki í jólagjöf.
Anna Einarsdóttir, 19.12.2007 kl. 17:55
... og hann sjálfur hlekkjaður á bak við vaskinn:I
Ásdís (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.