Frænka

Frænka mín Gíslína Erlendsdóttir lést í gær langt fyrir aldur fram. Þegar við vorum börn var mikill samgangur milli fjölskyldna okkar og hefur mér nú seinustu mánuðina mikið verið hugsað til þeirra tíma. Það er bara þannig að það fólk sem maður kynnist sem barn skipar alltaf veglegan sess í huga manns.

Gillí hélt úti bloggsíðu þar sem hún fjallaði hispurslaust og af miklum kjarki um sjúkdóm sinn og lífið og tilveruna. Ég skrifaði fyrir um mánuði síðan um hvaða áhrif það hafði á mig og ég vísa nú aftur í það.

Ég hef þá trú að Gillí hafi með framgöngu sinni snert marga strengi og fengið marga til að líta örlítið í eigin barm og velta fyrir sér hvert við stefnum með lífi okkar, fengið okkur til að hugsa um hvað sé mikilvægt fyrir okkur og hvernig við viljum verja okkar dýrmæta jarðlífi.

Ég votta öllum aðstandendum mína dýpstu samúð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband