Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
8.7.2009 | 20:57
Hvar skal tryggja?
Við höfum undanfarna mánuði fengið í misstórum skömmtum ótrúlegar fréttir af viðskiptum sem tíðkast hafa hér á landi.
Margar þessar fréttir eru þess eðlis að hefðu þessi viðskipti verið kynnt í skáldsögu hefðum við afskrifað skáldsöguna vegna þess hve allt væri ótrúverðugt.
Raunveruleikinn er lygilegri en skáldsaga.
Ein af þessum furðufréttum var um að Sigurður Einarsson fyrrum bankastjóri Kaupþings hefði fengið háar upphæðir að láni hjá VÍS vegna byggingar á sumarhöll sinni í Borgarfirði, sjá hér.
"Er það hægt, er VÍS lánastofnun?" spurði ég mig í vetur og fór enn einu sinni hamförum yfir fréttum dagsins.
Þar sem allar tryggingar okkar hjóna eru hjá VÍS varð ég algalin yfir þessum fréttum og hótaði að segja viðskiptum mínum upp hjá þessu siðlausa tryggingafélagi.
"Og hvert hafðir þú hugsað þér að flytja þig?" spurði þá eiginmaður minn sem öllu jafna hugsar einum leik lengra.
Það var nú það.
Er einhver með hugmynd?
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)