Beisluð og óbeisluð orka

Virkjunin sem kennd er við Kárahnjúka var umdeild. Orkan þar hefur verið beisluð hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Því miður hefur læðst að mér sá grunur að þar höfum við látið plata okkur í samningum við erlenda auðhringi, selt orkuna okkar á útsöluprís.

En við eigum annars konar orku. Það er orkan sem felst í unga fólkinu okkar. Dætrum okkar og sonum sem eiga að erfa þetta land.

Finnar gengu í gegnum efnahagskreppu. Við uppbygginguna lögðu þeir áherslu á menntun og nýsköpun. Vonandi berum við gæfu til að gera slíkt hið sama.

Hér að neðan er mynd af óbeislaðri orku í tvenns konar mynd. Önnur hefur verið beisluð. Það er Jökulsá á Brú. Hin hefur ekki verið beisluð. Það er dóttir mín, hún er annar af mínum fulltrúum sem ég fel að erfa þetta land. Hennar orka fæst ekki á útsölu.

Myndin er tekin rétt ofan við Rauðuflúð á Jökulsá á Brú á fjórða degi gönguferðar um svæði sem var.

DSC00909

Hér að neðan er það sem hún hafði að segja 14 ára gömul þegar við gengum um það svæði sem nú er umflotið miðlunarlóni:

DSC00914

Það skal tekið fram að foreldrarnir voru tvístígandi í afstöðu sinni á þessum tíma, þetta var hennar einarða afstaða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Það var ekki hlustað þá heldur. Við erum að fá þetta í hausinn núna með öllu hinu. fleiri hundruð milljarða var tekinn á láni erlendis til að eyðileggja landið. Nú er komið að skuldadögum.

Heidi Strand, 1.11.2008 kl. 22:57

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Flott stelpa! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 1.11.2008 kl. 23:00

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Flott stelpa og skynsöm.

Anna Einarsdóttir, 2.11.2008 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband