Handboltadómarar og héraðsdómari

Umræða um skipun dómara norðan heiða hefur dregist meira á langinn en mér datt nokkurn tíma í hug að myndi verða. Hélt að þetta yrði bara svona venjulegur stormur í vatnsglasi sem svo myndi deyja út, þannig hefur það yfirleitt verið. Svo kjósa allri Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum, allt gleymt. Þessu hafa ráðamenn getað treyst.

Nú er liðinn mánuður frá gjörningnum og enn í þessari viku hefur þetta verið heitasta málið í fjölmiðlum, fjölskylduboðum og á kaffistofum. Annars bara alger gúrkutíð.

Í dag hófst hins vegar eitthvað handboltamót í Noregi. Íslendingar taka þátt og ætla sér gullið, til vara silfrið, til þrautavara bronsið. Taka átti Svíana í dag. Æi, eitthvað mistókst, gerum betur í næsta leik. Hvað voru þessir Danir að gera þarna inni á vellinum? Er ekki eitthvað skrítið við skipan þeirra í þessar dómarastöður?

Nú loksins fékk íslensk alþýða eitthvað annað að tala um en skipan héraðsdómara norðan heiða, nú verður skrafað um alvöru dómara.

Mikið held ég að Árna nokkrum Matthíesen sé létt, nú loksins er von til að öldur lægi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband