Okkar norrænu vinir

Það er áhugavert að skyggnast inn í hvernig nágrannar okkar á Norðurlöndum sjá "ástandið" hjá okkur.

Í seinustu viku fór ég á fund með norrænum kollegum til Lundar í Svíþjóð. Þegar hefðbundnum kveðjum lauk spurðu þeir út í "ástandið" hér. Spurningarnar voru á þessa leið:

"What´s going on in Iceland?"

"Were have all your money gone? Gone with the wind?"

"Har dere ikke nogen öre?"

Ég sá mér þann kost vænstan að svara í gríni. Sagði að peningarnir hefðu farið með vindinum til Suðurhafseyja í Karabíska hafinu. Sagði líka að okkur hefði dottið í hug að hringja í stjórnvöld í Danmörk eða Noregi og segja að þetta með sjálfstæðisyfirlýsinguna 1944 og til vara þarna á 13. öld hefði bara verið misskilningur.

Þá sagði Bodil frá Árósum: "En þið skuluð vara ykkur á rússnesku peningunum!"

Ég játti því en sagði það ekki vera neitt grín, nefndi að þó það væri lítið fjallað um það í íslenskum fjölmiðlum þá væri ég full grunsemda um dularfull tengsl við rússneska aðila.

"Þú ert ekki ein um þær grunsemdir" sagði þá annar Dani.

Mér brá við. Hingað til hafa fáir Íslendingar ljáð þessu máli eyra en Danirnir virtust hins vegar vera vel með á nótunum og töldu miklar líkur á að þarna væri eitthvað gruggugt í gangi.

Hér ríkir alger þöggun um þetta mál.

Innanum þessa norrænu vini leið mér samt örlítið eins og að upp væri að komast um óhugnað innan minnar nánustu fjölskyldu. Ég sveiflaðist milli þess að vilja hylma yfir eða að vilja létta á mér og segja frá öllu.

Ég dauðskammaðist mín fyrir hvernig komið er fyrir okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég var á fundi í Brussel í síðustu viku með fulltrúum nokkuð margra Evrópuþjóða. Fékk ekki mjög margar spurningar en þó nokkrar og helst um að við hefðum ekki ríkisstjórn og innkomu okkar í EU. Ungverjinn glotti og sagði...ég held að við séum í öðru sæti í skítnum á eftir ykkur

Bylgja (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband