Aldur

Aldur er afstæður. Maður er nákvæmlega jafngamall og manni finnst. Ég velti ekki oft fyrir mér hversu gömul ég er og finnst ég raunverulega ekkert gömul, bara bráðung.

Ég á tvær yngri systur, sú yngsta er 13 árum yngri. Meðan hún var einhleyp kom hún oft með okkur í ferðalög og var oft talin elsta dóttir mín. Mér fannst það bara fyndið. Þegar ég heimsótti hana á fæðingardeild eftir fæðingu frumburðarins spurði ljósmóðirin hvort ég væri amman. Ég skellihló og leit á þetta sem hrós og ákvað að taka að mér hlutverkið móti hinum tveimur ömmunum.

Hin yngri systir mín er 6 árum yngri en ég. Um jólin lenti hún á sjúkrahúsi. Við hjónin kíktum á hana á jóladag. Þegar við spurðum eftir henni vorum við spurð hvort við værum foreldrarnir.

Mér fannst það ekki fyndið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þær hljóta að líta út eins og nýfermdar, systur þínar, því ekki lítið þið hjónin út fyrir að vera í eldri kantinum. Langt í frá!

Lára Hanna Einarsdóttir, 8.1.2009 kl. 01:15

2 identicon

hahahahahahhah þetta finnst mér fyndið.

Sigga Eyrún (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 02:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband