Hvert var gengi krónunnar þegar varan var keypt inn?

Fjölmiðlar hafa verið óþreytandi við að flytja okkur véfregnir af efnahagsmálum undanfarna daga. Ekki ætla ég að gera lítið úr alvarleika falls krónunnar, áhrif á verðbólgu eru óumflýjanleg að ónefndum áhrifum á greiðslubyrði erlendra lána.

Það sem vekur furðu mína er hversu snögglega verðlag hefur hækkað. Fréttablaðið birtir frétt í dag um hækkun á tölvuleikjum um eittþúsund krónur. Hvenær voru þessir tölvuleikir keyptir inn? Hvert var gengi krónunnar þá?

Það er algerlega óþolandi að verslanir nýti sér þetta upplausnarástand til að hækka vöruverð. Eðlilegt er að vöruverð hækki nú á næstu vikum og mánuðum þegar vörur keyptar inn á þessu nýja gengi koma í sölu. Það bara hvarflar ekki að mér að það gildi um vörurnar sem eru í hillum verslana í dag.

Staða okkar sem neytenda er afskaplega slöpp, við eigum fárra kosta völ, a.m.k. þegar um nauðsynjavöru er að ræða. Er einhver samkeppni á matvörumarkaði? Forstjóri Haga segir matvöruverð í sínum verslunum þegar hafa hækkað (sjá hér). Skyldi það gilda einnig um Krónuverslanirnar?

Getur verið að Íslenskir neytendur séu fangar á fákeppnismarkaði, banka, matvöru, eldsneytis...............................?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já.

Dæmi: Þegar krónan stryktist og dollarinn lækkaði var alltaf jafn dýrt í bíó og hækkaði jafnvel. Þó eru næstum allar bíómyndir keyptar frá Bandaríkjunum.

Ásdís (IP-tala skráð) 20.3.2008 kl. 17:01

2 Smámynd: Brattur

... flóðbylgja verðhækkana frá heildsölum og framleiðendum hefur skollið á síðust vikurnar út af gengissigi íslensku krónunnar... gróflega 10-15% hækkanir á öllu...þessar hækkanir verða matvöruverslanir að láta ganga út í verðlagið... það er ekkert svigrúm fyrir þær að taka slíkar hækkanir á sig... matvöruverslanir eru þannig úr garði gerðar í dag, að lítill eða enginn lager er í búðunum annað en það sem er í hillum verslananna á degi hverjum... vörur berast daglega til áfyllinga í búðirnar.. held að í þeim geiranum sé ekki verði að hækka gamla lagera...annað mál með sérvörur eins og geisladiska o.þ.h. þar sem veltan er kannski ekki eins hröð... ætli menn freistist ekki að hækka gamlar birgðir þar... kæmi mér ekki á óvart...

... mér finnst hinsvegar skorta verðeftirlit með heildsölum og framleiðendum... þar verða hækkanirnar til, en það er eins og enginn sé að fylgjast með þeim...

... ég er alveg sannfærður um að Krónan hefur hækkað verð ef t.d. Bónus hefur gert það... menn fylgjast svo vel hvor með öðrum í dag og gera verðkannanir oft á dag... Bónus hækkar ekki verð á undan öðrum, þeir bíða eftir að t.d. Krónan hækki, svo elta þeir... skondið en svona gengur þetta nú fyrir sig í þessum bransa...

Brattur, 21.3.2008 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband