Er magn alltaf ávísun á gæði?

Í dag var töluvert fjallað um niðurstöður PISA könnunar og við Íslendingar ekkert alltof hressir með niðurstöðurnar.

Ég hef í tengslum við árangur í skólastarfi oft velt fyrir mér eigin skólagöngu, 2 x vika í 7 ára bekk, ca 4 x vika í 8 ára bekk (dreift yfir veturinn), önnur hver vika eftir það fram að 13 ára aldri og eftir það hverja viku. Alltaf í heimavist. Skólastarf hófst um mánaðamót september / október og lauk í byrjun maí. Þetta var mun styttri tími en jafnaldrar mínir á í þéttbýli á Íslandi á þessum tíma fengu. Í lok grunnskóla var árangur mældur í samræmdum prófum sem bekkurinn minn ( ca 20 krakkar ) tók, einnig öll hin börnin sem fengu mun meiri tíma í skóla, sérstaklega á yngri árum. Niðurstaðan var að við vorum yfir landsmeðaltali í öllum fögum. Einnig í öllum prófþáttum sem gefnir voru upp. Þetta er lítið úrtak og sannar ekki neitt, eigi að síður er vert að velta þessu fyrir sér.

Þegar ég skoða námsbækur barna minna er þar að finna margt sem ég sá fyrst í menntaskóla og sumt hef ég aldrei séð eða lært. Þetta hlýtur að bera metnaðarfullu skólastarfi vitni. Það er hins vegar umhugsunarefni hvort við erum að ætla börnunum um of, hvort þau nái að meðtaka allt þetta efni. Getur verið að yfirferðin sé of yfirborðsleg til að kennslan skili tilætluðum árangri?

Spyr sá sem ekki veit. Ég rakst hins vegar á bloggfærslu skólamanns um þetta efni og finnst mér vert að benda á hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband