Fákeppni víðar en á íslenskum matvörumarkaði

Ég skrapp í frí, frí frá bloggi, frí frá afkomendum, frí frá heimilisstörfum og smá frí frá vinnu. Skrapp í Englalandið. Alltaf gaman að bregða sér yfir hafið, uppgötva enn og aftur hversu gott við eigum það hér heima. Gaman að láta sig fljóta í mannmergðinni í eina helgi eða svo, koma svo aftur og skilja hvað plássið sem við höfum hér heima er mér mikils virði.

Eins og Íslendinga er siður þá fór ég í búðir í útlandinu. Rölti á Oxfordstreet og reyndi að standa undir væntingum um einhver lágmarksinnkaup. Þar stakk eitt í augun, heljarlöng gata, já og búðirnar voru víðar en við Oxfordstræti, en þetta voru alltaf sömu búðirnar aftur, og aftur. Next, Topshop, Monsoon, Jane Norman, Selfridge, H&M, Gap. Þessar búðir skiptust á og mér fannst örlítið að þó ég færi inn í 3 af hverri sort, hefði ein búð nægt. Auðvitað fór ég í þrjár, maður varð nú að skoða þetta allt saman, hluti af því að vera íslenskur túristi í útlöndum.

En er þetta ekki fákeppni? Milljónaþjóðfélag og bara pláss fyrir nokkur vörumerki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband