Að hylma yfir glæp

Ég var 9 ára. Ég var að sniglast um í skólastofunni ásamt vinkonu minni. Það var einhver púki í mér. Ég tók penna og gerði stórt X yfir eina blaðsíðuna í skriftarbók bekkjarbróður míns. Mér fannst ég vera “cool” að þora þessu.

Seinna í kennslustund sá kennarinn þetta X. Drengurinn kannaðist ekki við að hafa gert þetta. Kennarinn spurði yfir bekkinn hver hefði gert þetta. Enginn sagði neitt. Mér fannst að það yrði að upplýsa málið svo grunur beindist ekki að mér, sagði að vinkona mín hefði gert þetta. Hún var ári eldri og í öðrum bekk. Kennarinn kannaði málið en vinkonan benti á mig. Ég varð vandræðaleg og játaði að endingu skömmustuleg að ég hefði gert þetta.

Eftir þetta finnst mér alltaf hallærisilegt þegar glæpóninn í bíómyndunum fer að gefa lögreglunni upplýsingar, þekki tilfinninguna, reyna að koma sökinni á einhvern annan, en jafnframt veit ég að það er vísasta leiðin til að nást, maður bara byggir svikamyllu sem fellur. Þvílík heimska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Setti það ekki inn í þessa sögu (sem er sönn) að ég var að hugsa um Búskinn og hans hyski varðandi glæpamanninn og hans svikamyllu.

Varðandi söguna, þá heitir drengurinn Eggert og er góður vinur minn í dag, hann hringir alltaf í mig á haustin og býður mér í smalamennsku. Kennarinn heitir Alda og er frænka mín og hefur líka kennt börnunum mínum, skemmtileg tilviljun það. Vinkonan heitir Inga frá Krossholti, hitti hana því miður ekki oft, seinast sl. vetur, það var í Bónus og við töluðum algerlega út í eitt.

Kristjana Bjarnadóttir, 30.9.2007 kl. 16:18

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ótrúlega kúl....    Það var svipuð tilfinning að fara inn á strákagang.... alveg með ólíkindum spennandi dæmi og bara á færi kjarkmestu stelpnanna.

Anna Einarsdóttir, 30.9.2007 kl. 21:12

3 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Kem að því síðar, þetta með strákaganginn, svona þegar hugurinn er ekki fullur af samsæriskenningum

Kristjana Bjarnadóttir, 30.9.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband