Michael Moore áróður

Það ætti að vera skylduáhorf á nýjustu myndina hans Michael Moore. Þó myndin fjalli fyrst og fremst um bandarískt heilbrigðiskerfi þá er ýmislegt fleira í henni. Þar finnst mér sterkast hugsunin ég vs við. Það kemur sterkt fram í myndinni hversu ríkur hugsanagangur og þjóðfélagskerfið í USA miðast við "ég". Það sem ég velti fyrir mér eftir að hafa séð myndina er hversu mikið okkur beri skylda til að leysa vandamálin sameiginlega með sýnina "við" á samfélagslega vandamál. Að horfa á yfirlýstan kanadískan íhaldsmann telja ókeypis (takið eftir ókeypis) heilbrigðisþjónustu fyrir alla vera svo sjálfsagðan hlut. Að þessu sögðu velti ég fyrir mér stöðu íslensks heilbrigðiskerfis. Að hve miklu leyti stefnum við í átt að bandaríska kerfinu? Við erum reyndar enn með ríkisrekna heilbrigðisþjónustu, en það hefur verið tilhneiging til aukinnar kostnaðarþátttöku sjúklinga. Rökin: auka kostnaðarvitund. Eins og sjúklingar sem þurfa á þessari þjónustu að halda séu ekki nógu þjakaðir af áhyggjum vegna eigin sjúkdóma þó þeir séu ekki stanslaust minntir á hvað þeir kosti okkur hin?

Í okkar nútíma íslenska þjóðfélagi er mikið um þessa "ég" hugsun, hver er sjálfum sér næstur, náunginn kemur okkur ekki við. Við höfum búið við loforð og áróður um skattalækkanir seinustu ár en það hefur alveg gleymst að benda okkur á í hvað þessir aurar fara. Þá er gott að sjá Sicko og gleðjast yfir hversu langt við erum þó ennþá frá þessu ameríska kerfi og að enn er þetta í lagi hér. Það er hins vegar vert að velta því fyrir sér á hvaða leið við erum varðandi lyfjakostnað. Það er óásættanlegt að tekjulágir hópar skuli þurfa að neita sér um lyf sem læknir hefur skrifað upp á vegna kostnaðar. Oft helst í hendur lágar tekjur og sjúkdómar og þetta er algerlega ólíðandi.

 


Bloggheimar

Lengi hef ég velt fyrir mér að gerast þátttakandi í þessu bloggsamfélagi, nú er stóra stundin að renna upp. Pólitískt gaspur á kaffistofunni í vinnunni nægir mér ekki lengur, nú skal bloggsamfélagið lagt undir. Ég vonast til að með þessu geti ég komið á blað hugleiðingum mínum um menn og málefni, óttast mest að hugleiðingarnar verði svo miklar að mér vinnist ekki orka til að skrifa þetta. Það heitir leti.


Bloggfærslur 30. ágúst 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband