Bless moggi

Morgunblaðið er samofið Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur frá því ég fór að hafa skoðanir á stjórnmálum verið í mínum huga flokkaður sem "síðasta sort".

En vegna fátæktar á fjölmiðlamarkaði hef ég stundum um stundarsakir verið áskrifandi að Mogganum. Síðastliðinn vetur hef ég oft vaknað mjög snemma. Þá hefur verið gott að vita af Mogganum í forstofunni ásamt fréttablaðinu, svona til að stytta mér stundir

Ég las oft leiðara Ólafs Stephensen í Morgunblaðinu. Mér féll almennt ekkert illa það sem hann skrifaði. Þó Ólafur sé íhald, þá held ég að hann sé mjúkt og frjálslynt íhald.

Nú hefur Ólafur fengið reisupassann. Eigendunum finnst hann of mjúkur, of frjálslyndur, ekki nógu mikill frjálshyggjupési.

Mín viðbrögð eru einföld:

BLESS MOGGI.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það eru sennilega fáir eins frjálslyndir og frjálshyggjumenn. Hefurðu kynnt þér þá hugmyndafræði? Eða ertu að tala um sósíaldemókratisma þegar þú talar um frjálslyndi? Eins og gert er í henni Ameríku? Rétt er að geta þess að ég er ekki frjálshyggjumaður sjálfur. Ég er íhald og stoltur af því :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 20.9.2009 kl. 21:29

2 identicon

Þú er snögg að segja bless, ég ætla að bíða og sjá hver verður næsti ritstjóri

Bylgja (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 09:20

3 identicon

Og nú er víst búið að ráða nýjan ritstjóra, það er víst ekki líklegt að þú dragir uppsögnina til baka Kristjana mín.

Annars furðulegur leikur hjá mogganum og að mér finnst í meira lagi áhættusamur.

Ásdís (IP-tala skráð) 21.9.2009 kl. 19:51

4 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

ég hafði misst af þessari frétt, en fann hana á eyjunni. Mbl.is segir þetta óstaðfest.

Hvað um það, ég sagði áskriftinni upp í dag. Hringdi fyrst í morgun en allir þjónustufulltrúarnir voru uppteknir og eftir dágóða bið gafst ég upp, hringdi aftur eftir hádegi en þá var minna álag.

Verði Mogganum að góðu.

Kristjana Bjarnadóttir, 21.9.2009 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband