Óraunverulegur raunveruleiki

Í dag lá ég heima í slappleika. Ég fór að dunda mér við að grafa upp á netinu myndbönd um samsæriskenningar varðandi árásirnar á tvíburaturnana í New York.

Það er alveg óhætt að mæla með því að skoða þetta. Best er að skoða klippur sem heita 9/11 coincidencies. Það eru 19 klippur númeraðar 1-19.

Það fyrsta er hér.

Þegar það er skoðað birtist til hægri linkur á næstu númer og þannig hægt að rekja sig áfram.

Hversu lítt sem maður er gefin fyrir samsæriskenningar þá er margt þarna sem þarfnast skýringa. Þær skýringar hafa stjórnvöld ekki viljað svara í skýrslu sem gerð var um árásirnar.

Ástæðan fyrir því að ég ákvað að fjalla um þetta hér, er að það er ótrúlega margt svipað í atburðarásinni þarna og við höfum orðið vitni að hér á landi seinustu mánuði í tengslum við bankahrunið.

Atburðirnir sjálfir eru svo óvæntir og utan við allt sem almenningur þekkir að við sitjum og gleypum við öllum fréttum hráum og spyrjum engra spurninga. Við teljum að stjórnvöldum sé treystandi og enn síður dettur okkur í hug að vantreysta fjölmiðlum, hvað þá lögreglunni.

Bandarísk stjórnvöld voru ótrúlega treg til að hefja opinbera rannsókn á atburðunum. Það eitt ætti að kveikja strax grunsemdir, bæði almennings og fjölmiðla. Að ég tali ekki um stjórnarandstöðu. Íslensk stjórnvöld drógu einnig lappirnar í að hefja rannsókn, það mátti ekki persónugera vandann!

Þær óljósu fréttir sem við þegar höfum haft af svindli, sukki og svínaríi sem viðgekkst í viðskiptalífinu hér á landi, benda til að þar hafi ýmislegt gengið á sem er algerlega utan við hugmyndaflug venjulegs fólks. Ég geng svo langt að fullyrða að við höfum aðeins fengið óminn af raunveruleikanum.

Það hversu óraunverulegur raunveruleikinn virðist vera í okkar tilviki hefur opnað augu mín.

Því skyldi það ekki eiga við víðar?

Ask questions, think for your self. Wake up an you will make the difference.

(9/11 Mysteries)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Leikarinn Charlie Sheen er mikill stuðningsmaður samsæriskenninganna um 9/11 og ku hafa fengið 20 mín. viðtal við Obama fyrir stuttu þar sem hann viðraði skoðanir sínar og var víst mjög rökfastur.  Annar sonur minn er mikið að skoða þessi mál.

Margrét St Hafsteinsdóttir, 15.9.2009 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband